Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1983, Blaðsíða 10

Æskan - 01.02.1983, Blaðsíða 10
Náttúrugripasafnið á Akureyri er yfir 33 ára. Það er stofnað í apríl 1951, með gjöf Jakobs Karlssonar er lengi var for- stjóri Eimskipafélagsskrifstofunnar á Akureyri. Á þrjátíu ára starfsævi sinni hefur það þróast úr sýningarsafni upp í alhliða fræðslu- og rannsóknastofnun. Safnið minnist afmælisins á síðasta ári með kynningu á vísindalegum við- fangsefnum sem mest eru í döfinni. Um þessar mundir eru liðin 32 ár síðan Jakob Karlsson forstjóri á Akur- eyri (hann stofnaði einnig býlið Lund, sem Lundahverfi er við kennt) bauð Akureyrarbæ fugla- og eggjasafn sitt að gjöf „með það fyrir augum, að það yrði vísir að almenningsnáttúru- gripasafni hér í bænum", eins og segir í gjafabréfinu. Fuglasafn Jakobs var stærsta einkasafn af því tagi sem þá vartil í landinu, innihélt um 100tegund- ir fugla, þar af nær alla íslenska varp- fugla, og egg þeirra. Enn er það aðal- stofninn í sýningarsafni Náttúrugripa- safnsins. Annar Akureyringur, Kristján Geirmundsson, hafði sett upp alla fugl- ana, en hann hafði þá fengist við fugla- stoppun í um 20 ár og náð ótrúlega mikilli leikni í þeirri iðn. í febrúar 1951 gekkst Dýravernd- unarfélag Akureyrar fyrir sýningu á fuglasafni Jakobs, þáverandi formaður félagsins var séra Pétur Sigurgeirsson. Var sýningin haldin í Barnaskóla Akur- eyrar 17. febrúar til 4. mars, og var mjög fjölsótt. Hafði Elísabet systir Kristjáns málað stórar veggmyndir, sem stillt var upp á bak við fuglana. Hafa þær fylgt safninu síðan og getur enn að líta nokkrar þeirra í sýningar- salnum. Einnig vann Jón Sigurjónsson trésmiður með þeim systkinum að upp- setningu sýningarinnar. Á aðalfundi Dýraverndunarfélagsins 4. mars, var samþykkt „að óska þess að bæjar- stjórn Akureyrar tæki til athugunar möguleika á því að koma upp almennu náttúrugripasafni í bænurn" og 5. apríl ritar Jakob Karlsson umrætt gjafabréf, sem var lesið upp á fundi bæjarráðs þann 12. apríl og samþykkt að veita því móttöku og votta gefandanum þakkir. Má segja að þar með hafi safninu verið komið á fót, þótt ekki væri það opnað almenningi fyrr en 3. ágúst 1952, en þá hafði því verið komið fyrir í smekklegum hirslum sem Jón Sigurjónsson hafði smíðað, í húsakynnum Slökkvistöðvar- innar (Skrifstofuhúsi bæjarins við Geislagötu). Myndir Elísabetar voru þá settar á veggina yfir skápunum og mynduðu þar eins konar panorama- mynd. Að tillögu Jakobs Karlssonar var Kristján Geirmundsson ráðinn umsjón- armaður safnsins og gegndi hann því starfi til þess er hann fluttist til Reykja- víkur um 1960. í árslok 1955 var safnið flutt í neðstu hæð hússins við Hafnar- stræti 81A og 1959 upp á 4. hæð í sama húsi. Árið 1975 var sýningarsafn- ið svo enn flutt niður, en safnið hefur nú báðar hæðirnar til umráða, og er 4. hæðin notuð fyrir geymslur og vinnu- stofur. Núverandi safnvörður er Helgi Hallgrímsson. Safnið er eign Akureyr- arbæjar og rekið af honum með smá- vegis ríkisstyrk. Safnið hefur sérstaka stjórn og eigin fjárhag. Núverandi for- r N’áÍLirnigi' ipnsnPniO n A knreyTÍ 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.