Æskan - 01.02.1983, Qupperneq 10
Náttúrugripasafnið á Akureyri er yfir
33 ára. Það er stofnað í apríl 1951, með
gjöf Jakobs Karlssonar er lengi var for-
stjóri Eimskipafélagsskrifstofunnar á
Akureyri. Á þrjátíu ára starfsævi sinni
hefur það þróast úr sýningarsafni upp í
alhliða fræðslu- og rannsóknastofnun.
Safnið minnist afmælisins á síðasta ári
með kynningu á vísindalegum við-
fangsefnum sem mest eru í döfinni.
Um þessar mundir eru liðin 32 ár
síðan Jakob Karlsson forstjóri á Akur-
eyri (hann stofnaði einnig býlið Lund,
sem Lundahverfi er við kennt) bauð
Akureyrarbæ fugla- og eggjasafn sitt
að gjöf „með það fyrir augum, að það
yrði vísir að almenningsnáttúru-
gripasafni hér í bænum", eins og segir í
gjafabréfinu. Fuglasafn Jakobs var
stærsta einkasafn af því tagi sem þá
vartil í landinu, innihélt um 100tegund-
ir fugla, þar af nær alla íslenska varp-
fugla, og egg þeirra. Enn er það aðal-
stofninn í sýningarsafni Náttúrugripa-
safnsins. Annar Akureyringur, Kristján
Geirmundsson, hafði sett upp alla fugl-
ana, en hann hafði þá fengist við fugla-
stoppun í um 20 ár og náð ótrúlega
mikilli leikni í þeirri iðn.
í febrúar 1951 gekkst Dýravernd-
unarfélag Akureyrar fyrir sýningu á
fuglasafni Jakobs, þáverandi formaður
félagsins var séra Pétur Sigurgeirsson.
Var sýningin haldin í Barnaskóla Akur-
eyrar 17. febrúar til 4. mars, og var
mjög fjölsótt. Hafði Elísabet systir
Kristjáns málað stórar veggmyndir,
sem stillt var upp á bak við fuglana.
Hafa þær fylgt safninu síðan og getur
enn að líta nokkrar þeirra í sýningar-
salnum. Einnig vann Jón Sigurjónsson
trésmiður með þeim systkinum að upp-
setningu sýningarinnar. Á aðalfundi
Dýraverndunarfélagsins 4. mars, var
samþykkt „að óska þess að bæjar-
stjórn Akureyrar tæki til athugunar
möguleika á því að koma upp almennu
náttúrugripasafni í bænurn" og 5. apríl
ritar Jakob Karlsson umrætt gjafabréf,
sem var lesið upp á fundi bæjarráðs
þann 12. apríl og samþykkt að veita því
móttöku og votta gefandanum þakkir.
Má segja að þar með hafi safninu verið
komið á fót, þótt ekki væri það opnað
almenningi fyrr en 3. ágúst 1952, en þá
hafði því verið komið fyrir í smekklegum
hirslum sem Jón Sigurjónsson hafði
smíðað, í húsakynnum Slökkvistöðvar-
innar (Skrifstofuhúsi bæjarins við
Geislagötu). Myndir Elísabetar voru þá
settar á veggina yfir skápunum og
mynduðu þar eins konar panorama-
mynd. Að tillögu Jakobs Karlssonar var
Kristján Geirmundsson ráðinn umsjón-
armaður safnsins og gegndi hann því
starfi til þess er hann fluttist til Reykja-
víkur um 1960. í árslok 1955 var safnið
flutt í neðstu hæð hússins við Hafnar-
stræti 81A og 1959 upp á 4. hæð í
sama húsi. Árið 1975 var sýningarsafn-
ið svo enn flutt niður, en safnið hefur nú
báðar hæðirnar til umráða, og er 4.
hæðin notuð fyrir geymslur og vinnu-
stofur. Núverandi safnvörður er Helgi
Hallgrímsson. Safnið er eign Akureyr-
arbæjar og rekið af honum með smá-
vegis ríkisstyrk. Safnið hefur sérstaka
stjórn og eigin fjárhag. Núverandi for-
r
N’áÍLirnigi' ipnsnPniO n A knreyTÍ
10