Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1983, Page 13

Æskan - 01.02.1983, Page 13
„En þú lítur ekki vel út, Pétur. Þú ert þreyttur og andlit þitt er fölt,“ sagöi pabbi hans. „En ég vinn mikið," sagði Pétur. „Ég vinn öll mín skyldustörf." „Það eru ekki verk þín sem ég hef áhyggjur af, það er þú,“ bætti faðir hans við. „Leyfðu mér að vera lengur, bara dálítið lengur," bað Pétur. Faðir hans tók að borða brauðið og ostinn. Hann bar bollann með heitu kaffi og mjólk að vörunum og tæmdi hann. Þá stóð hann upp og hneppti þykkri ullarskyrtunni að sér. „Allt í lagi, aðeins lengur." Og hann skundaði út úr kofanum. Pétur starði á lokaða hurð- ina. Pabbi hefur rétt fyrir sér, hugsaði hann hryggur. Ég get ekki sinnt hvorutveggja. Þegar ég fer aftur niður í dalinn fer ég að mála aftur. Núna verð ég bara bóndi. Hann vafði ostinn f klút og þvoði upp bollana. Viku seinna þegar hann hafði mjólk- að kýrnar þrammaði hann í ostagerð- arkofann. Léttur snjór hafði fallið sem bráðnaði um leið og hann lagðist á jörðina. Hann stappaði af snjóugum stigvélunum á fjölum hjá dyrunum og gekk inn. Þar var faðir hans að bogra yfir málverkum hans sem lágu útbreidd á borðinu. „Málaðir þú þetta, Pétur?" spurði pabbi hans. „Já, pabbi," svaraði Pétur. Faðir hans athugaði málverkin. „Ég hef verið heimskur maður," sagði hann og hristi höfuðið varlega. Pétur fylgdist með honum ruglaður. „Þú hefur talað fyrir mig Pétur. Hér í málverkum þínum er ást mín á fjöllun- |um.“ Faðir Péturs strauk fingrum sínum *étt yfir strigann. „Hvenær hafðir þú tíma til að mála þessar myndir?" spurði hann. „Ég málaði á næturnar, en geri það ekki lengur," svaraði Pétur. „Ég skil,“ sagði faðir hans. „Þess vegna varstu svona þreyttur. Nóttin er til þess að sofa, sérstaklega eftir að hafa unnið mikið eins og þú. Hér eftir skaltu mála á daginn." Pétur gat ekki trúað þessu. Hann langaði að hlaupa til pabba síns og faðma hann. í staðinn brosti hann þakklátur og pabbi hans skildi hann. „Mig langar til að halda áfram að horfa á þessar myndir þínar. Heldur þú að við getum hengt þær á vegginn?11 spurði faðir hans. Þeir negldu nagla í þykka veggina og hengdu upp málverkin. „Hvílíkur ostargerðarkofi," sagði Pétur hlæjandi. Faðir hans lagði arminn yfir axlir Pét- urs. „Hver segir að bóndi geti ekki verið listamaður?" Jóhanna Brynjólfsdóttir, þýddi Eg undirrit________ óska að gerast áskrifandi að Æskunni. Nafn:_________________________________________ Heimili:______________________________________ Póststöð:_____________________________________ Utanáskrift er: Æskan, pósthólf 14, Reykjavík. Kjörorðið er: ÆSKAIM FYRIR ÆSKUIMA

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.