Æskan - 01.02.1983, Side 14
\ I
Lítill drengur var á gangi uppi í fjalli.
Hann var önnum kafinn við að búa sér
til hljóðpípu.
Skyndilega mætti drengurinn afar
smávöxnum, einkennilegum karli. Þeir
mættust þar sem skógurinn var hávax-
inn og myrkari.
„Nei, nú er ég forviða," hrópaði
drengurinn. „Ósköp ertu lítill."
„Já,“ svaraði gamli maðurinn.
„Þekkirðu mig ekki? Ég er dvergbónd-
inn í Stóraskógi."
Drengurinn hafði aldrei heyrt um
hann talað. En hann hafði gaman af að
hitta þennan skrítna karl.
Litli karlinn hafði svart, sítt hár.
Augun voru lítil og brún á lit. Nefið var
flatt og breitt.
„Jæja, þú ert bóndi,“ sagði drengur-
inn. „Hvar er búgarðurinn þinn?“
„Hann er langt inni i skógi. Viltu
koma með mér og sjá hann?“ spurði
dvergbóndinn.
„Já, ég hefði gaman af því,“ svaraði
drengurinn.
Þeir lögðu þá af stað inn í Stóraskóg.
Gengu þeir all-lengi. Þá varð skyndi-
lega myrkt umhverfis þá.
„Hvers vegna kom þetta myrkur?"
hrópaði drengurinn og greip í ermi litla
bóndans. „Mér leiðist myrkrið."
„Vertu ekki hræddur, drengur minn,“
sagði gamli maðurinn vingjarnlega.
„Við erum komnir að bænum mínum.
Það er ekki eins bjart hér eins og heima
hjá föður þínum. En er þú hefir dvalist
hér litla stund hverfur myrkrið."
Þetta var satt. Að lítilli stund liðinni
tók að birta fyrir augum drengsins, og
innan skamms sá hann eins vel, eða
greinilega og á meðan hann var ekki
kominn inn í skóginn.
Nú kom búgarður dvergbóndans í
Ijós.
Bóndinn mælti: „Þarna sérðu jörðina
mína. Hvernig geðjast þér að henni?“
„Búgarður þinn er fallegur," svaraði
drengurinn. „Ég hef aldrei séð svo fal-
lega jörð. En ég hef þó séð marga
fallega búgarða."
„Langar þig ekki til þess að eiga
þvílíkan búgarð", spurði bóndinn.
„Jú. En á hvern hátt mætti það ger-
ast?“ svaraði drengurinn.
Þó kom kona dvergbóndans og opn-
aði fjósdyrnar og hleypti út kúnum.
„Nei. En hve litlar kýrnar eru. Ég áleit
þetta kattahóp," sagði drengurinn. Það
var rétt athugað. Kýrnar voru ekki
stærri en meðalstórir kettir.
Bóndinn sýndi drengnum allt hið
markverðasta á búgarðinum.
Það var margt að athuga. Bóndinn
átti hesta, kýr og kindur. Hænsni hafði
hann líka. Þau voru afar smávaxin. Þau
voru ekki stærri en kanarífuglinn henn-
ar Lottu. En hún var móðursystir
drengsins.
Drengurinn leit á bóndann. Hann var
að gráta.
„Hvers vegna grætur þú, góði litli
bóndi?" spurði drengurinn og lá sjálfum
við gráti vegna meðaumkunar. Dreng-
urinn var mjög tilfinninganæmur og
þoldi ekki að sjá aðra gráta.
„Ég á ekkert sem ég hef skemmtun
af,“ sagði bóndinn kjökrandi.
„Þú getur verið glaður, þar sem þú
átt þennan fallega búgarð," sagði
drengurinn.
„Ó,ó!“ sagði bóndinn. „Nágranni
minn er voðalegt tröll. Tröllið kemur
hvern dag og rænir einhverju frá mér. í
gær tók það litla drenginn minn, í fyrra-
dag tók það litlu stúlkuna mína. í kvöld
rænir tröllið ef til vill konunni minni."
„Hvers vegna rekurðu tröllið ekki i
burt?“ spurði drengurinn.
„Ég get ekki sigrað tröllið," svaraði
litli bóndinn snöktandi.
„Láttu tröllið koma, og ég skal sýna
þér hvað ég get.“ Að svo mæltu sýndi
hann bóndanum vöðva sína, og kvaðst
hafa krafta í kögglum.
14