Æskan - 01.02.1983, Page 15
ILLI OG GÆSASTEGGURINN
Þetta er Sven Lundberg, sænskur drengur,
sem lék Nils í myndinni um ferð Nils Holgers-
sonar á baki gæsasteggsins norður um Svíþjóð.
Bærinn er venjulegur, sænskur bóndabær.
Drengurinn átti að vera einn heima meðan
heimilisfólkið fór til kirkju. Hann átti að lesa texta
dagsins í biblíunni, en þá sofnaði hann og
^feymdi um þessa löngu för.
Um kvöldið kom tröllið eins og það
hafði fyrir sið.
Drengurinn fór út og talaði við tröllið.
Hann var hvergi hræddur.
Tröllapabbi spurði um nafn drengs-
lns og hvar hann ætti heima.
Drengurinn svaraði: „Ég heit Pelle
Morsk, og ég kem frá heimsenda."
..Jæja,“ sagði tröllið. „Þú átt heima á
heimsenda. Er ekki afar löng leið
þangað?"
„Ekki fjarskalega langt," svaraði
Pelle. „Veistu hvort nokkur tröll eiga
Þar heima?" spurði tröllið.
Drengurinn hló, og svaraði: „Já, þar
er mikið um tröll. Ég sá eitt tröll fyrir
skömmu, sem var eins stórt og allur
Þessi bóndabær eða búgarður. Það
^afði löng horn í enninu, og afar langan
hala. í nefinu hafði það stóran járn-
hring.“
..Þetta tröll verð ég að sjá,“ hrópaði
tröllið.
..Visaðu mér leiðina á heimsenda."
..Það get ég gert,“ svaraði drengur-
lnn- „Fyrst gengurðu í þessa átt, svo í
Þessa. Þá gengur þú aftur á bak, að því
búnu áfram. Þá þarftu að finna fjall. Það
er svo heitt að innan, að reykinn leggur
upp úr því. En fjallið er svo lint eða laust
í sér að hægt er að reka höfuðið í gegn-
um það. Þegar þú hefur fundið fjail
þetta, skaltu skríða í gegnum það. Þá
ertu kominn á heimsenda, og hittir tröll-
ið, sem ég sagði þér frá, og fieiri tröll.“
„Þakka þér fyrir drengur minn,“ sagði
tröllapabbi og fór leiðar sinnar. Hann
ætlaði ekki að létta ferðinni fyrr en hann
kæmist á heimsenda.
Hingað og þangað, til hægri og
vinstri, aftur á bak og áfram, gekk tröllið
samkvæmt fyrirsögn drengsins. En
ekki fann það fjallið, sem átti að vera
rétt hjá heimsenda.
Tröllið fann mörg fjöll, en reyk lagði
ekki upp úr toppi þeirra, og lin voru þau
ekki. Þegar það reyndi að reka hausinn
í gegnum þau meiddi það sig, svo að
það öskraði af sársauka.
Að lokum kom tröllið á akur. Þar var
stór haugur af húsdýraáburði. Það rauk
upp úr haugnum og hiti var í honum.
Tröllið mælti: „Þetta er fjallið, sem er
við heimsenda." Það öskraði af
ánægju, stakk hausnum inn í áburð-
arhauginn og skreið gegnum hann.
Þegar það kom út úr honum, sá það
tröllið, sem drengurinn hafði sagt frá.
Það var ekki um að villast. Þetta tröll
hafði horn út úr enninu og járnhring í
nefinu. Þetta var auðvitað ekki tröll,
heldur gríðarstórt herragarðsnaut.
Nautið stóð og glápti.
Þegar það kom auga á Ijóta trölla-
pabba, sem var lítið tröll, tók nautið
ófreskjuna upp á hornunum og fleygði
hátt upp í loftið.
Enginn hefur séð tröllið koma niður
aftur og hvergi hefur það sést síðan.
Frá því þetta gerðist hafa litlu hjónin í
Svartaskógi fengið að vera í friði og
dvergbóndinn gaf Pelle góða jörð sem
verðlaun fyrir það að koma tröllinu til
þess að leggja upp í ferðina á heims-
enda.
/ næsta blaði
Bókaklúbbur ÆSKUNNAR kynntur
Fróðleiksmolar um páskana.
Rætt við unga afreksmenn í íþróttum.
Lína langsokkur — viðtal og myndir.
Dýraspítalinn í Viðidal.
Verðlaunagetraun.
FERÐIN Á HEIMSENDA
15