Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1983, Síða 17

Æskan - 01.02.1983, Síða 17
Verið velkomin á skíði til HÚSAVÍKUR Á Húsavík er ákjósanlegt skíðaland og skíðasnjór yfirleitt mikill Frá Hótel Húsavík eru aðeins 200 metrar í skíðalyfturnar 3 skíðalyftur sem eru opnar og flóðlýstar frá kl. 10.00-22.00 alla virka daga og frá kl. 10.00-19.00 um helgar Troðnar göngubrautir í fallegu umhverfi fyrir þá sem hafa gaman af skíðagöngu Skíðakennsla mánudaga til föstudaga kl. 20-22 Þægilegar helgarferðir með Flugleiðum HUSAVIKURKAUPSTAÐUR í næsta blaði: Bókaklúbbur fyrir áskrifendur Æskunnar Við munum kynna stofnun bóka- klúbbs í næsta blaði. Allir áskrif- endur okkar geta gengið í hann og fengið útgáfubækur Æskunnar á sérstöku félagsverði. Okkur þykir vænt um að geta komið til móts við óskir lesenda um þetta og vonumst eftir að fá bréf frá ykkur um það hvernig bækur þið viljið helst lesa. í mars segjum við ykkur nánar frá bókaklúbbnum, lýsum fyrstu útgáfu- bókunum og sendum sérstakan seð- il sem væntanlegir félagar rita nöfn sín á. Átta litsíður í mars mun blaðið líka breyta nokkuð um svip. Átta af þeim síðum sem verið hafa í tveimur litum verða þá í öllum regnbogans litum. Þar verður t. d. viðtal við Línu langsokk og það verður nú aldeilis litskrúðugt! hana afturábak, sneri henni við aftur, bisaði henni yfir steina, sem voru hálfur metri á hæð, í stað þess að krækja fyrir þá, klifraði upp strá, sem voru tuttugu sinnum hærri en hann og lét sig detta niður af þeim aftur, skildi köngurlóna síðan eftir í miðri götunni, þangað til annar jafnvitlaus maur fyndi hana og þættist þurfa á henni að halda. Eg mældi vegalengdina, sem maurinn hafði farið með köngurlóna og komst að þeirri niðurstöðu, að það, sem honum hafði tekist að afreka á tuttugu mínútum, jafngilti Því. að maður byndi saman tvo hesta, sem hvor væri 350 ^9, bæri þá 600 metra vegalengd yfir nokkra tveggja ^etra háa hauga, klifraði upp Niagarafossa öðrum megin °9 henti sér niður þá hinum megin, með hestana í eftirdragi °9 færi síðan yfir þrjár strýtur, sem hver væri um 40 metra skildi síðan hestana eftir á glámbekk, aðgæslulausa, f<®ri svo leið sína til að byrja á einhverju gagnslausu verki, af eintómi hégómagirnd. Vísindin hafa nýlega uppgötvað, að maurinn safnar ekki vetrarforða. Það hlýtur að draga úr áhuga vísindanna fyrir honum. Hann vinnur ekki nema þegar fólk horfir á hann, og Þá því aðeins, að áhorfandinn sé vísindamannslegur ásyndum og hafi minnisbók og blýant. Þetta er blekking, sem mun gera út af við vinsældir hans í sunnudagaskól- unum. Hann kann ekki að gera greinarmun á góðum mat og vondum. Það er vottur um fávisku og mun veikja virðingu heimsins fyrir honum. Hann ratar ekki heim aftur, ef hann ráfar spölkorn frá þúfunni. Það bendir til skorts á andlegum vitsmunum og þá hætta hugsandi menn að líta upp til hans og áhrifagjarnt fólk að dá hann. Hin margumtalaða iðni hans er einungis fánýt hégóma- grind, enda kemur hann ekki með neitt heim af því, sem hann finnur. Sú staðreynd reytir síðasta snefilinn af orðstí hans og áliti af honum og gerir út af við hann sem nothæfa siðferðilega viðhressingu, því að hér eftir hlýtur letinginn að kynoka sér við að fara í skóla til hans að nema iðni. Það er furðulegt og óskiljanlegt, að jafn augljósar blekk- ingar og maurinn hefur haft í frammi, skuli hafa getað varpað ryki í augu margra þjóða um langan aldur, án þess, að flett yrði ofan af honum. 17

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.