Æskan - 01.02.1983, Síða 23
m
JÖLSKYLDUÞÁTTUR
msjá Kirkjumálanefndar Bandalags kvenna í Reykjavík.
gera
Dómhildur Jónsdóttir.
Viö hjónin sátum á bekk í Hafnarstræti og vorum
aö bíöa eftir strætisvagni. - Þetta var um helgi, það
var gott veöur og viö sátum þarna ein.
Allt í einu koma tveir drengir út úr sælgætissölunni,
Þar sem spilakassar Rauöakrossins eru. Sá eldri var
10-12 ára en sá yngri um 8 ára. - Þeir gengu til
okkar og sá eldri segir og réttir fram höndina:
„Geturðu gefiö mér fyrir strætó?“
..Alveg sjálfsagt vinur," segir maöurinn minn.
„Ertu aö fara heim?“
„Já, segir drengurinn.1'
„Hvar áttu heima?"
„Uppi í Breiöholti."
„Jæja blessaöur, hvaö þarftu mikið?"
„5 krónur" var svarið.
Pétur tók upp budduna og tíndi úr henni fimm
krónupeninga. Drengurinn þakkaði fyrir. En í staðinn
fyrir aö bíöa eftir vagni, fór hann beint þangað sem
spilakassarnir voru.
Ég haföi fylgst meö því sem fram fór. Ég horföi á
minni drenginn á meðan á samskiptum Péturs og
eldri drengsins stóö. Ég hugsaði meö mér. Ætli hann
se9i þetta satt? Hálfpartinn fannst mér sá yngri hugsa
’.Svakalega er hann kaldur."
Ég fór á eftir drengjunum inn aö spilakössunum.
Sá eldri hafði þá sett einn pening í rifuna á kassan-
Um- Ég tók um hönd hans og sagöi ákveðin, en ekki
ovingjarnlega „Nei vinur, þetta gengurekki, fáöu mér
Peningana aftur." Ég beygði mig niöur aö drengnum
°9 viö horfðumst í augu. Þetta var myndar drengur
°9 með drengilegt andlit. Ég sagði í lágum hljóðum:
„Nú skrökvaöir þú, þetta máttu aldrei gera. Viltu lofa
mér því að segja alltaf satt. Þaö borgar sig." Ég
klappaði létt á öxlina á honum og gekk burt.
Ég hugsaði töluvert um þennan dreng síöar. - Ef
hann heldur áfram svona smá skreytni, getur það
oröiö þaö mikill ávani, að fyrr eöa síðar veit enginn og
síst hann sjálfur hvenær hann segir satt og
hvenær ekki. - Þetta getur komið sér mjög ílla ef
hann þarf einhvern tíma að sanna sakleysi sitt.
Nú spyrja einhverjir. Hvaö kom þér þetta viö?
Hvaö geröi til þó drengurinn skrökvaöi svolítið, af því
aö hann langaði til að spila í spilakössunum?
Fyrir mörgum árum las ég sögu um ungan afbrota-
mann, sem átti aö taka af lífi. - Margmenni var
komið aö aftökustaðnum til að horfa á aftökuna. -
Þar á meðal var fátæk móöir piltsins. Margir töluöu
um, hvaö móöirin ætti bágt aö eiga slíkan son.
Áöur en aftakan var framkvæmd fékk sonurinn aö
segja nokkur orö. - Hann leit í kringum sig og yfir
áhorfendahópinn, sá móöur sína þar á meðal, benti
til hennar og hrópaöi í angist. Mamma, þetta er líka
þér aö kenna aö ég stend hér í dag. Þú bannaðir mér
aldrei aö skrökva og þú tókst alltaf viö því, sem ég
kom meö heim, án þess aö spyrja, hvar ég fékk þaö.
Þessi saga finnst mér kenna okkur mikið. - Viö
sjáum fyrir okkur bláfátæka konu, sem er aö berjast
áfram meö drenginn sinn. Hún vinnur baki brotnu og
drengurinn vill hjálpa móöur sinni, en er svo lítill aö
hann fær hvergi vinnu. Svo hann tekur hluti í smáum
stíl fyrst og færir móöur sinni. Móðirin er svo fegin aö
fá þetta í allsleysi sínu að hún spyr ekki drenginn hvar
hann hafi fengið þaö.
Smám saman kemur þetta í vana hjá drengnum, þar
til hann gerir sér ekki Ijóst hvort hann eöa einhver
annar á hlutinn sem hann langar í.
Hver endirinn varð á þessu, höfum við þegar lesiö.
Kæru börn. Ef þiö vitið um einhvern, sem hefur
vaniö sig á aö skrökva eöa taka það sem hann ekki
á, skuluð þiö ekki taka þaö upp eftir honum, heldur
reyna aö fá hann eða hana til aö hætta því og svo er
gott ráö aö biðja fyrir honum. Á þann hátt sér Jesús
aö viö hugsum ekki eingöngu um okkur sjálf. Munum
aö þaö erum viö sjálf, sem græðum mest á því aö
taka tillit til annarra.
Dómhildur Jónsdóttir