Æskan - 01.02.1983, Page 37
„ÞAKKLÁTUR LESENDUM
ÆSKUNNAR
FYRIR ÚTNEFNINGUNA“
Slegið á þráðinn til Bubba Morthens
..Það er vissulega gaman að heyra þessar fréttir", sagði
^ubbi Morthens þegar Æskan tilkynnti honum úrslitin í
V|nsældakönnuninni. „En ég gleymi því samt ekki að það
eru til fieiri listamenn en ég sem gera góða hluti", bætti
hann við.
Bubbi Morthens er 26 ára og hefur verið atvinnutónlistar-
^aður síðustu þrjú ár. Nafn hans er það þekkt í íslenska
Poppheiminum að óþarfi er að tíunda afrek hans mikið
frekar, Hann er mjög efnilegur lagasmiður, textahöfundur
°9 söngvari, en það er ekki oft sem tónlistarmenn eru
jafnvígir á þetta þrennt. - En hvað segir Bubbi sjálfur um
svokallaða Bubba-æði. Sýna þessi úrslit ekki að það sé
enn fyrir hendi?
-Ég vil ekkert segja um það. Aðrir verða að dæma“,
Sa9&i hann.
~ Fylgir því ekki mikil spenna og erfiði að halda sér
sv°na lengi á toppnum?
..Nei, vegna þess að þetta er ekki alltaf spurning um að
'lfra upp einhverja vinsældastiga. Fjölmiðlar búa hann til
°9 gefa þar af leiðandi villandi mynd af tónlistarfólki. Það er
'angt að flokka tónlist niður eftir því hvað markaðurinn
allar á hverju sinni. Listin er að hafa ánægju af því að
skapa og njóta með öðrum".
" Hafa vinsældirnar breytt lífi þínu mikið?
>.Já og nei. Kostirnir eru þeir að ég get einbeitt mér að því
Sern óg er að gera, en ókostirnir að þær raska jafnvæginu á
lnuoni. Maður fær fingraför á sálina“.
" Áttu þér einhver uppáhaldslög öðrum fremur af þeim
Sem þú hefur samið?
»Já, það eru nokkur sem ég held uppá. Ég get nefnt
9nesi og Friðrik, Minnismerki, Masculine og Jim
^orrison".
" Hvort verður lag eða texti til á undan hjá þér?
-Pað er misjafnt. Stundum semur maður textann á und-
an- stundum kemur laglfnan á undan".
Ertu ekki orðinn ríkur á þessu?
Bubbi hlær við. „Ja hérna! Ég svelt ekki en er ekki
auðugur.
" Hvað fæstu við um þessar mundir?
”e9 er að vinna að plötu. Sitthvað fleira er ég með í
lnu. en um það segi ég ekkert á þessu stigi".
" ^itthvað að lokum?
Bubbl Morthens
„Já, skilaðu kveðju til lesenda Æskunnar. Ég er þeim
mjög þakklátur fyrir þessa útnefningu", sagði Bubbi Mort-
hens og lofaði okkur opnuviðtali við fyrsta tækifæri.
- E.I.
37