Æskan - 01.02.1983, Page 40
■
13. Sjö ár liðu - sjö löng ár. Strákur
hafði haldið lífi með því að lifa „Róbin-
son-lífi“ þarna á eyjunni. - Þá var það
eitt sinn að mjög gamall karl kom til
hans og sagði: „í dag mun kærastan
þín standa sem brúður og giftast
keisarasyninum1'. -
14. Og gamli maðurinn hélt áfram:
„Hún hefur ekki sagt eitt einasta orð í
þessi sjö ár, sem liðin eru. Hún þráir
aðeins þig. Taktu nú þessa flösku og
farðu til hennar. Þegar þangað kemur
skaltu fyrst fá þér eitt glas úr flöskunni
en síðan skaltu gefa matreiðslumann-
inum eitt." -
15. „Og þriðja glasið skaltu senda
inn í brúðarbekkinn og leggja með Þvl
hringinn, sem nú er á fingri þér. Góða
ferð." Áður en hendi varð veifað, sveif
strákurinn af stað, en geta má þess,
að sá gamli, sem talaði, var göldrótt-
ur. -
>//.
16. Hann stóð litlu síðar við húsið þar
sem brúðkaupið fór fram. Allt fór eins
og ráð hafði verið fyrir gert. Kóngs-
dóttir þekkti þegar hringinn. -
17. Hún spratt á fætur kóngsdóttirin,
þegar hún sá hringinn, og hún var svo
glöð yfir því, að sjá kærastann sinn
aftur, að hún sagði keisarasyninum
að fara bara í rass og rófu, hvað hann
og gerði! -
18. Strákurinn, sem einu sinni viktaði
„Gammelost" rakaði sig, og fór í fín föt
því að nú var það hann, sem var
brúðguminn. - Ungu hjónin liföu vel
og lengi og tóku við ríkinu, þegar
gamli kóngurinn dó. Þau eignuðust
börn og buru.
Mánnshárið er hraðvaxnasta efni lík-
amans. Sjálft er hárið dautt, en hárrót-
in, hárpokinn lifir og ýtir upp hárinu jafnt
og þétt. Mannshárið er mjög sterkt. Eitt
einasta hár getur valdið 80 grömmum.
Ef öll hárin á höfði einnar manneskju
væri fléttuð í kaðal, væri hann nógu
sterkur til að halda uppi 100 manns.
Skegghárin vaxa hraðar en hárin í
HARIÐ
hvirflinum. Að meðaltali hafa
rauðhærðar konur um það bil 90.000
hár, dökkhærðar um 100.000 og Ijós-
hærðar allt að 150.000. Neglurnar eru
náskyldar hárinu og hegöa sér svipað.
Til að hár og neglur séu hraust, þarf að
SBBHHimHBWHBSMHBHHSBHHBKSH!
borða rétta fæðu, en fæða er sem
kunnugt er mæld eftir þeirri orku, sem
hún framleiðir og er mælieiningin nefnd
hitaeining.
Til að lesa 650 orð þarf um það bil
eina hiteiningu. Það samsvarar einum
tómati eða bolla af svörtu kaffi. Klukku-
tíma hjólaskautatúr tekur 200-250
hitaeiningar.
■nmmmBimaa
■i
40