Æskan - 01.04.1984, Blaðsíða 36
(
HJA OMMU
)
Það er gaman að heimsækja
ömmu, hún kann svo margar sög-
ur, og hún kann líka mikið af Jesú-
sögum. Tommi og Lína komu inn til
ömmu, þau höfðu verið að leika sér
úti í snjónum og nú var þeim farið
að verða kalt. „Ó, ó,“ sagði amma,
„ósköp er ykkur kalt.“ Hún færði
þau úr snjógallanum og dreif þau
inn í eldhús. „Nú skal ég gefa ykkur
heitt kakó og bollur, sem ég er ný-
búin að baka.” Það hlakkaði í börn-
unum. „UMM, umm, hvað amma er
góð,“ sagði Lína. Tommi tók undir
það. Síðan var sest að borðum og
tekið til matar síns. „Namm,
namm,“ sagði Tommi,,, það er gott
að eiga ömmu sem gefur manni
kakó og kökur, þegar manni er
kalt.“ „Kannski segir hún okkur
sögu,“ sagði Lína. Þegar þau voru
búin að borða, kysstu þau ömmu
sína fyrir, tóku af borðinu og létu
ílátin í vaskinn. „En myndarskapur-
inn,“ sagði amma, „svona á það að
vera.“ Börnin biðu, en amma fór
sér að engu óðslega, en það var
ekki hægt að leyna því, eftir hverju
var beðið. Næstum því samtímis
kom það frá báðum börnunum:
„Amma, segðu okkur sögu.“ „Já,
grunaði mig ekki,“ sagði amma,
sem þótti vænt um börnin og það,
hve þau voru sögufús.
Sagan hennar ömmu: Ég ætla
að segja ykkur frá drengnum, sem
gleymdi ekki að þakka fyrir sig, en
því miður vill það oft gleymast að
þakka. Bekkjarkennarinn hafði
undirbúið heimsókn í kirkjuna með
það fyrir augum, að börnin frædd-
ust um allt í kirkjunni, eins og t. d.
altarið - prédikunarstólinn - skírn-
arfontinn -Ijósin - liti kirkjuársins
- klukkurnar, já allt sem einkenndi
þessa byggingu sem kirkju. Þetta
var ákaflega spennandi, þau fengu
að ganga í skrúðgöngu að kirkj-
unni, klukkunum var hringt og
þarna stóð sjálfur presturinn og
kirkjuvörðurinn og tóku á móti þeim
og buðu þau velkomin. Síðan var
farið með þau um allt, og presturinn
útskýrði og sagði frá svo börnin
gleymdu sér alveg. Seinast var far-
ið með þau upp í turn og þau fengu
að hringja klukkunum, og í leiðinni
fengu þau að skoða orgelið og
heyra í því. Það var komið framund-
ir hádegi, þetta hafði verið mjög
skemmtileg og lærdómsrík stund,
svo nú skyldi fara heim. Börnin
komu hlaupandi niður stigana og
beint út í sólskinið. Kennarinn stóð
hjá prestinum og var að þakka hon-
um fyrir þennan indæla morgun.
Þegar síðasti krakkinn var hlaupinn
út fór kennaranum að líða ónota-
lega. Ætlaði enginn að koma og
taka í höndina á þessum góðu
mönnum, sem höfðu veitt þeim alla
þessa fræðslu? Hann stamaði ein-
hverju hálfóskiljanlegu út úr sér,
baðst afsökunar á framferði krakk-
anna, skildi ekkert í þessu, að eng-
um hefði dottið í hug að þakka.
Presturinn reyndi að hughreysta
hann með því að þetta væri nú svo
alvanalegt, fullorðið fólk gleymdi
meira að segja að þakka og kveðja.
En þá birtist skyndilega drengur í
dyrunum. Það var Sveinn litli. Hann
gekk til prestsins, tók í hönd honum
og þakkaði innilega fyrir þennan
skemmtilega morgun, síðan kvaddi
hann kirkjuvörðinn og kennarann
og fór út. Það hafði hýrnað yfir
þessum þremurfullorðnu mönnum.
Það var þá í það minnsta einn, sem
hafði fundið sig knúðan að þakka.
„Það endurtekur sig sagan,“ sagði
presturinn, „einn sneri aftur og gaf
Guði dýrðina. Var það ekki svo í
sögunni um hina 10 líkþráu?"
„Gleymið aldrei að þakka, krakkar
mínir,“ sagði amma. „Við höfum
ástæðu til að þakka fyrir svo ótal
margt, en það er oft eins og fólki
finnist allt svo sjálfsagt, að það
þurfi ekki að þakka fyrir neitt“.
Verum þakklát öllu því góða sem
að okkur er rétt hvort heldur það er
til andlegra eða líkamlegra þarfa.
Hrefna
LEIÐRÉTTING
í febrúarblaði Æskunnar er á bls.
10 rangt með farið. Friðrik A Frið-
riksson var prestur á Húsavík. En
Friðrik Friðriksson stofnandi KFUM
og K. var þegar hann stofnaði
KFUM 2. jan. 1899, ekki orðinn
guðfræðingur, hann varð það 16.
júní 1900. Hann var áður við nám í
Kaupmannahöfn. Þar kynntist hann
félagsskapnum og gerðist því
æskulýðsleiðtogi hér, sá merkasti
sem við höfum átt, vígður prestur
14. okt. 1900, þáað Laugarnesspít-
ala og gegndi því í nokkur ár. En
sökum anna við félagsstörfin tók
hann ekki aftur fast prestsembætti
en greip oft inn í ef þörf var, bæði í
Reykjavík og Akranesi og víðar.
Læt þetta nægja, ég vænti þess
að blaðið vilji heldur það er sann-
ara reynist. Með þökk fyrir ágætt
blað.
Ari Gíslason
36