Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1984, Page 38

Æskan - 01.04.1984, Page 38
ÆFIR NÍU SINNUM í VIKU Guðrún Fema Ágústsdóttir í Æskuviðtali - Hin frækna sundkona, Guðrún Fema Ágústsdóttir, er í Æskuviðtalinu að þessu sinni. Hún hefur vakið mikla at- hygli fyrir árangur sinn í sundi. Hún á íslandsmet í 50, 100, 200, 400 og 1000 m bringusundi og er við og við að bæta eigin met. Auk þessa á hún unglingamet í sömu greinum. Guðrún Fema er á 17. ári og stundar nám í Menntaskól- anum við Sund. Móðir hennar kenndi henni að synda þegar hún var fjögurra ára og síðan má segja að hún hafi siglt um íslensk vötn fyrir eigin vélarafli. „Ég var 10 ára þegar ég gekk í sundfélagið Ægi,“ sagði Guðrún Fema er hún var tekin tali. „Ég hafði ekkert að gera yfir sumartimann og mamma hvatti mig til að æfa sund. Þannig byrjaði þetta allt saman. Ég fann fljótlega að bringu- sundið átti best við mig og ég lagði því sérstaka áherslu á að æfa það.“ Guðrún Fema var 12 ára þegar hún setti fyrst íslandsmet í sínum flokki. Síðan hafa fáir staðið henni á sporði. Nú er hún tveim sekúndubrotum frá því að ná Ólympíulágmark- inu í 100 m bringusundi á löngubraut (langabraut er 50 m). En þau sekúndubrot eru erfiðari viðfangs en sýnist í fyrstu. - Ég spurði Guðrúnu Femu hvort hana dreymdi um að komast á Ólympíuleikana. Frá innanfélagsmóti Ægis í sl. mánuði. Guðrún Fema kemur í mark sem sigurvegari í 100 m bringusundi og hefur bætt eigið íslandsmet í greininni. „Vissulega væri gaman að komast þangað. Maður reyn|r að gera sitt besta. Þótt ég næði Ólympíulágmarkinu er al óvíst að ég fengi að fara. Það er mikill kostnaður við hvern keppanda sem fer á Ólympíuleikana." - Hefurðu keppt erlendis með landsliðinu? „Já, oft. Það hafa verið skemmtilegar ferðir. Það er góou andi í liðinu og gaman að vera í því.“ Vaknar hálf sex á morgnana - Er eitthvert mót þér minnisstæðara en annað? . „Já, Kalott-keppnin í Finnlandi 1982. Þar vann ég í1 og 200 m bringusundi og bætti eigið ísiandsmet í þessu greinum. Þessi sigur var mér mikil hvatning." - Ertu metnaðarfull? „Já, ég býst við því.“ - Hvað æfirðu oft í viku? Á fagnaðarstundu! Vinkona hennar óskar henni til hamingiu 01 arangurinn.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.