Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1984, Blaðsíða 42

Æskan - 01.04.1984, Blaðsíða 42
Hinum megin við hafið Höf. Björk og Jónína Guðjónsdætur og Arndís Lilja Guðmundsdóttir Hvítxfewasi, hvÍT \JR SKOTLAND FJÓRÐI KAFLI Rauö og hvít flugvél rann eftir flugbrautinni í Millogo á Skotlandi. Meöal farþega í henni voru Hvítibangsi, Didda, Hvítur og Gul. „Nei, sjáið þið, við erum lent,“ sagði Hvítur hárri og skerandi röddu. Fólkið í flugvélinni leit upp. Það hafði aldrei heyrt svona hrognamál fyrr. Flugvélin var stöðvuð og farþegarnir streymdu inn í flugstöðvarbygging- una. Þar urðu allir að bíða eftir töskunum sínum. Einmitt þegar Hvítibangsi var að safna saman farangri þeirra kom maður nokkur og gaf sig á tal við hann. Þar var kominn John McSkonrokk, gamall kunningi, sem hafði boðið þeim að dveljast hjá sér og fjölskyldu sinni meðan á Skotlands- ferðinni stóð. Bangsabörnunum varð starsýnt á McSkon- rokk, ekki vegna þess að hann liti öðruvísi út en íslending- ar, heldur var hann í hnésíðu pilsi úr köflóttu ullarefni og háum, skrautlegum sokkum. Við nánari athugun kom í Ijós að margir skoskir karlmenn voru í pilsum. „Viljið þið ekki koma með mér heim og fá ykkur kaffisopa áður en þið farið að skoða ykkur um?“ sagði McSkonrokk og brosti blíðlega til Hvíts og Gular. „Börnin mín hafa áreiðanlega mjög gaman af að hitta ykkur," bætti hann svo við. Fjölskyldan þáði boðið og Hvítur og Gul hlökkuðu mikið til að hitta skosku börnin. „Heldurðu að þau gangi líka í pilsum og skrautlegum sokkum upp fyrir hné?“ sagði Hvítur og tísti framan í Gul. „Það er aldrei að vita. Kannski ganga þau í kjólum úr röndóttu efni,“ sagði Gul og þau hlógu bæði. En auðvitað voru börnin ekki í kjólum og reyndar ekki í pilsum heldur. Jú, telpan var í einhvers konar kjól en drengurinn var í hnésíðum buxum. Þau fengu margar góðar kökur og brauð hjá Skonrokk hjónunum. Eftir að hafa staldrað við um stund, spjallað, hlegið og borðað, fór McSkonrokk og náði í undarlegan belg. Belgurinn var allur í litlum rörum. Eitt rörið var stærra en hin og þegar McSkonrokk blés í það mynduðust tónar. „Er þetta virkilega hljóðfæri?“ hugsaði Didda með sér. Hún gat ekki leynt undrunarsviþnum á and- litinu og það gátu hin ekki heldur. „Ykkur finnst þetta nú áreiðanlega undarlegt en á svona hljóðfæri spila margir Skotar. Þetta heitir sekkjapípa og ef þið hafið áhuga þá getið þið farið á hljómleikana í Sekkjapípuhöllinni í kvöl • Þeir sem spila þar spila miklu betur en ég,“ sagði McSKo^ rokk. „Þar spila meðal annars McSokronk og McSkinkork- sagði frú McSkonrokk. Og þau höfðu svo sannarleð^ áhuga á því. Eftir smá tíma lögðu þau af stað í könnú^ arleiðangur í Skotlandi. í búð einni keyptu þau sér Skota pils. Hvítur var nú ekkert mjög ánægður með sig í Þvl í o9 alveð ns* Hvítibangsi kunni hálfilla við sig en samt vildu þeir ganga í þessu þar sem allir aðrir voru svona. Diddu fan bara ágætt að vera í þessu og Gul var himinlifandi. Hún v svo ánægð með nýja pilsið sitt að hún gleymdi næstum P að fylgjast með Diddu og Hvítabangsa. „Hvar get ég Key" sekkjapípur?" sagði Hvítibangsi við Diddu. „Þú þarft . ekki að gerast sannur Skoti þótt þú gangir í þessu Pilsl’ sagði hún og það var ekki meira rætt. Þau fengu sér ís o9 röltu að Sekkjapípuhöllinni. Á hljómleikunum spiluðu mar9 ir frægir sekkjapípuleikarar og Hvítur og Gul fengu að prCj að blása. Eftir þennan dásamlega dag var ákveðið aðt0 heim til herra og frú McSkonrokk og hvílast. Skotlandsfo átti að vera fremur stutt og daginn eftir pökkuðu þau nio . Þetta ferðalag hafði verið mjög lærdómsríkt og skernm legt. Fyrst Afríka, svo Grænland, síðan Kína og að loku Skotland. Daginn eftir komu þau svo heim til íslands. Didda, Hvítibangsi, Hvítur og Gul fengu öll Skotapils. McSkonrokk spilaöi á sekkjapípu. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.