Æskan - 01.09.1985, Síða 4
Um göngugarpinn Rey_nj Pétur
Reynir Pétur Inguarsson, 37 ára uist-
maður á Sólheimum í Grímsnesi,
gekk fyrstur allra manna hringinn í
kringum landið sumarið 1985, rúma
1417 kílómetra. Ekki bara gönguaf-
rekið eitt uakti athygli heldureinnig
skemmtileg framkoma hans huarsem
hann kom. Fólk heillaðist afeinlægni
hans og hnyttnum tilsuörum. Dauíð
Oddsson borgarstjóri sagði \ áuarpi
sínu á Lækjartorgi þarsem 12-14 þús-
und manns uoru samankomin til að
i
t=
Kristinn Viihjálmsson stórgæslumaður barnastarfs og Hilmar Jónsson stórtemplar færðu Sól-
heimasöfnuninni kr. 25.000 frá Stórstúku Islands. Þessi mynd var tekin við það tækifæri.
„Borgarstjóranum?
Þegar Reynir Pétur kom til
Reykjavíkur mánudaginn 24. júní
hafði hann lagt 1.367 kílómetra að
baki. Tólf til fjórtán þúsund manns
fögnuðu honum ákaft á Lækjartorgi.
Það lætur nærri að tíundi hver
Reykvíkingur hafi verið þar á þess-
um sólríka og fallega degi. Ómar
Ragnarsson stjórnaði samkomunni
og Reynir Pétur fór á kostum í sam-
tölum við hann. Athöfnin fór þannig
fram:
Ómar: Velkomin á Lækjartorg.
Hér er Reyni Pétri Ingvarssyni lyft
af styrkum höndum Tómasar
Grétars Árnasonar upp á sviðið.
Ómar við Reyni: Komdu nú sæll,
Reynir minn.
Reynir: Komdu nú sæll. Hvað segir
Ómar Ragnarsson?
Ómar: Ég ætti nú frekar að spyrja:
Hvað segir Reynir Pétur Ingvarsson?
4
Reynir: Hann segir nú bara allt þetta
fínasta. Ég er svo montinn með ís-
landsgönguna að ég bara ræð varla
við mig. Ég er svo ánægður með
ferðina. Landslagið var svo flott og
ég er búinn að sjá svo margt að það
er eins og að vera í Paradís.
Ómar (við áhorfendur): Gefum því
gott klapp. Landslagið er eins og
paradís, segir Reynir Pétur.
Reynir: Jæja, Ómar. Ég kvíði svo-
lítið fyrir þegar þessu er lokið en
samt hlakka ég til að ljúka þessu
góða afreki. Mig langaði til að vera
lengur en hringurinn var bara ekki
stærri en þetta.
Mikill hlátur kveður við og lófa-
klapp.
Ómar: Hefurðu nokkuð kastað tölu
á skrefin þín?
Reynir: Nei, ég hef ekki mátt vera að
því. Ég hef verið að skoða lands-
lagið. Ég labba aldrei veginn án þess
að líta í kringum mig.
Ómar: Hvar fannst þér fallegast?
Reynir: Það var svo fallegt víða. En
má ég segja þér eitt, Ómar Ragnars-
son? Það var sagt í útvarpinu að það
hefði verið komin snjókoma uppi í
Öræfum þegar ég var þar en það var
bara snjómugga. Það var sagt að allt
væri hvítt af snjó. Ég hef nú sjálfur
bestu reynslu af þessu. Þetta var bara
lygi!
Ég er mjög ánægður með ferðina.
Ég veit varla á hvorn fótinn ég stíg.
Ha, Ómar, við þurfum endilega að
búa til nýjan þátt saman, — vinur.
Mikill hlátur.
Ómar: Gefum Reyni Pétri Ingv-
arssyni gott klapp... Og Reynir
minn. Landssamtökin Þroskahjálp
vilja flytja þér kveðjur og hamingju-
óskir með afrekið og þakkir fyrir að
vekja jákvæða athygli á málefnum
þroskaheftra. Þetta er sérstök orð-
sendin til þín frá þínu fólki.
Reynir stuttu seinna: Ómar, ég var