Æskan - 01.09.1985, Side 10
var hin ljúfasta máltíð með kóki og app-
elsíni. Nú var klukkan orðin níu að þar-
lendum tíma og þó að hún væri ekki
nema sjö heima á íslandi þótti rétt að
ganga til hvílu. Eftir að hafa fengið kókó-
mjólk og súkkulaðikex fóru þær að hátta.
Það var þó alls ekki auðvelt að sofna
vegna þess að atburðir dagsins rifjuðust
upp hver af öðrum og alltaf kom eitthvað
nýtt upp í hugann sem önnur varð að
segja hinni. Það endaði með því að þær
fóru í kapp um hvor gæti þagað lengur
eða hvor gæti legið lengur kyrr og þegar
þessi keppni stóð sem hæst voru þær
báðar steinsofnaðar.
/ Salzborg
er margt að sjá
Þær vöknuðu morguninn eftir við það
að Mæsý bankaði hressilega á hurðina.
Þær höfðu sofið svo fast og vel að slíks
voru engin dæmi. Sólin skein glatt. Þær
heyrðu hana gala á næsta bóndabæ og nú
var um að gera að drífa sig í fötin enda
klukkan farin að ganga tíu. Eftir góða
sturtu og morgunverð ákváðu þau að
ganga niður í þorpið Grossgmain enda
tók það ekki nema 15 mínútur. Þau
gengu rösklega undan brekkunni og
skoðuðu það sem á vegi þeirra varð.
Víða var fólk í heyvinnu. Annars staðar
voru konur að klippa limgerði eða sinna
öðrum útiverkum. Hitinn orðinn næstum
20 stig og dagurinn lofaði góðu. Þau
komu í miðjan bæinn þar sem þau höfðu
verið daginn áður og voru nú öllu kunn-
ug. Jónu langaði mikið til að kaupa sér
fallega hluti sem hún sá í sjálfsala. Þetta
gekk í hálfgerðu brasi en hafðist þó að
lokum. Þau dáðust að því hvað allt var
þrifalegt í þessum bæ.
Eftir dálitla bið kom langferðabíllinn
sem þau ætluðu með til Salzborgar. Það
vakti athygli Sylvíu að þarna voru margir
Jóna og Sylvía ásarnt Maríu Jónsdóttur, konu Sveins.
krakkar með skólatöskur. í dag var 4.
júlí en samt voru skólarnir enn að starfi.
Þetta þótti þeim skrítið og þær voru al-
deilis ekki á því að hafa skólatímann
svona langan á íslandi!
Síðan hófst ferðin til Salzborgar. Þau
óku meðfram lítilli á. Gilið var fallegt,
blómum vaxið en tré hærra uppi, húsin
öll svipuð og það var gaman að sjá hve
allt var snyrtilegt. Eftir framhlið hvers
húss voru svalir, oft á tveimur hæðum og
mjög fögur blóm alla leið eftir svalahand-
riðinu. Alls staðar var fólk við vinnu,
byggingamenn að byggja og á einum stað
var verið að rífa gamalt hús. Þar yrði
örugglega annað fallegt byggt í staðinn.
Þær sáu líka að sumstaðar var kurlaður
viður. Þær ræddu um hvort viðurinn væri
notaður til upphitunar eða til þess að
reykja mat. Bíllinn fór ekki beinustu leið
til Salzborgar heldur kom við í mörgum
þorpum. Það var gaman að sjá hvað um
var að vera. Þær sáu akra þar sem kornið
var enn óþroskað, kartöflugarða sem
voru blómstraðir.
Auðséð var að hér var mikið um ferða-
fólk. Á mörgum húsum stóð orðið
„Freindenzimmer" sem þýddi að þarna
væri tekið á móti ferðafólki til lengri eða
skemmri dvalar.
Þau óku inn í Salzborg og nú var margt
að sjá. Bíllinn nam staðar á nokkrum
stöðum og loks þegar bílstjórinn kallaði
„Mirabell kastali" fóru þau út. Þarna eru
feikilega fallegir skrúðgarðar, einhverjir
þeir fegurstu í EVrópu. Sylvía, Jóna og
fylgdarmenn þeirra gengu um og stúlk-
urnar tóku myndir. Það var mikið mynd-
að og mikið glaðst yfir blómaskrúðinu.
Þarna var líka fallegur gosbrunnur. Á
eftir fóru þau út úr garðinum og gengu
niður götuna alla leið niður að ánni Salz-
ach. Þar var lítill veitingastaður sem þau
fóru inn á og nú fengu stúlkurnar kókó-
mjólk og pylsur, ágæta hressingu.
Við ána Salzach lá margt fólk í sólbaði.
Þarna var ákaflega ánægjulegt og gott að
koma og fólkið virtist óþvingað. Þau
héldu síðan yfir ána um göngubrú og inn
í gamla borgarhlutann. Einnig þar iðaði
allt af lífi. Jóna og Sylvía sáu hestvagna
sem ekið var í rólegheitum um göturnar
með ferðamenn sem tóku myndir í allar
áttir. Síðan var haldið að Mönchsberg-
felli, litlu fjalli sem er í miðri borginni.
Þetta fjall er nánast sundurgrafið því að
heimamenn hafa sprengt göng í gegnum
það á tveim stöðum auk þess sem inni í
fjallinu eru aðalbílastæði borgarinnar.
Þau fóru inn í lyftu í miðju fjallinu og
síðar upp í gegnum það, 60 metra leið, og
komu út á fjallstoppnum. Þarna uppi á
fjallinu er hið fegursta útsýni yfir borgina
og yfir Há-Salzborg og gamla virkið sem
stendur sömu megin en nokkru norðar.
Sylvía tók margar myndir og það sama
gerði Jóna. Það var hálfgerð keppni um
hvor gæti tekið betri myndir og ekki
komu þær sér heldur saman um hvað ætti
að vera í bakgrunninum. Sylvía vildi hafa
ána í bakgrunni en Jóna vildi hafa
skóginn sem prýddi fjallseggina þar sem
þau voru. Þarna uppi er stórt veitinga-
hús, Winklers kaffihús, og það upplýstist
að þarna væri fyrirhugað að halda ís-
landskynningu í haust. Eftir að hafa
skoðað nægju sína úti fóru þau inn. Inni í
fjallinu er stór hringsjá sem sýnir Salz-
borg eins og hún var árið 1823. Þau fóru
aftur niður í lyftunni og gengu nú með-
fram háum klettavegg í átt að Pferdesch-
wimme. Það er gamall áningarstaður þar
sem póstmenn brynntu hestum sínum
áður fyrr.
Næst Pferdeschwimme er tónleikahöll-
in eða tónleikahallirnar þar sem hljóm-
listarhátíðir eru haldnar hvert ár. Þarna
stjórna heimsfrægir hljómsveitarstjórar,
eins og t.d. Herbert von Karajan en hann
á heima í Salzborg. Flestir vita að Wolf-
ang Amadeus Mozart fæddist í Salzborg.
Honum er því helgaður mikill hluti tón-
listardagskrárinnar sem þarna er flutt ár
hvert. Framhald í næsta blað'i.
Hótel Greiner