Æskan

Årgang

Æskan - 01.09.1985, Side 17

Æskan - 01.09.1985, Side 17
maðurinn Texti: Ingvar Moe Teikningar: Hákon Aasnes 37. Meðan Bjössi leitar að æfingabúningnum lýstur niður í huga hans að hann hafi ekki tíma til hlaupa. Hann ætti auðvitað heldur að leita að sporum eftir þjófinn. Hann hafði ætlað sér að fara á bæina sem dýr höfðu horfið frá. Hann hlyti að finna spor ef hann tæki stækkunarglerið með. 38. Bjössi tekur á rás upp hlíðina. Hann hefur hattinn á höfði, pípuna í munni og stækkunar- glerið í hendi! Það er sniðugt að sameina svona vinnu og nauðsynlega hreyfingu. Það er erfitt að hlaupa með pípuna uppi í sér en hana má ekki vanta - enda þótt hann reyki ^kki. 39. Hann hleypur greitt fyrstu fimm-sex hundr- uð metrana. En þá er eins og öndunin og lungun vinni ekki rétt saman lengur. Loftið vill strax út aftur — áður en það hefur farið til lungnanna og gert skyldu sína! Hann vissi ekki að hlíðin væri svo há og brött. Sporin þyngjast - síðasta spölinn gengur hann. 40. En hann fyllist aftur löngun til að spretta úr spori þegar hann nær alla leið upp og sér hve slétt er framundan. Hann er léttari á sér, ræður önduninni betur og hreyfingarnar verða mýkri. Fljótlega stingur hann pípunni og stækkunar- glerinu í vasann hjá minnisbókinni.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.