Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.09.1985, Qupperneq 26

Æskan - 01.09.1985, Qupperneq 26
o SannjejksoQnan__________________ Umsjón: Sólueig Lára Guðmundsdóttir, Gunnar Ingimundarson, Ólafur Jóhannesson, Pétur Porsteinsson. Gaman i k Krakkar! Nú eru barnaguðsþjónusturnar byrjaðar í kirkjunum um allt land. Það er gaman á haustin að koma aftur saman í kirkjunni sinni eftir sumarlangt hlé - alveg eins og það er gaman að byrja aftur í skólanum. Þetta vita þau sem fara alltaf í kirkjuna sína á sunnudögum. En ef þú - sem þetta lest - hefur aldrei farið í barnaguðsþjónustu þá skaltu byrja núna. Ef þú átt heima í Reykjavík og veist ekki í hvaða sókn þú ert og hvaða kirkju þú tilheyrir þá skaltu spyrja pabba og mömmu hvar kirkj- an þín er og helst fá þau til að koma með. Það er svo gaman þegar öll fjölskyldan fer saman í kirkju. Hvað er barnaguðs- þjónusta? En hvað er gert í barnaguðsþjón- ustu? Það er svolítið misjafnt eftir því hvar það er. Það sem þó er sam- eiginlegt þeim öllum er að þar fáum við að heyra um Jesúm Krist og það sem hann hefur gert fyrir okkur. Hann hefur tekið okkur að sér í skírninni og honum tilheyrum við að eilífu. Á sumum stöðum eru sagðar sögur og jafnvel leikin leikrit. En á flestum stöðum eru sungnir skemmtilegir söngvar og spilað undir á orgel, pí- anó eða gítar. Þar eru líka kenndir svokallaðir hreyfisöngvar þar sem við tjáum það sem við syngjum með hreyfingum. Þetta þykir flestum krökkum gaman. VIÐ GETUM BEÐIÐ UM ÞAÐ SEM VIÐ ÞÖRFNUMST DAG HVERN. 26 „Gef oss ( dag vort daglegt brauó." Matt. 6:11

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.