Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1985, Síða 37

Æskan - 01.09.1985, Síða 37
5/eg/ð á þrádirm o Skrapp Margar stelpur hafa skrifað til Æsk- unnar og óskað eftir viðtali við Sigga breik, öðru nafni Sigurð Kjartans- son. Við vildum verða við þeim ósk- um og slógum á þráðinn til hans fyrir nokkru. Samtalið var á þessa leið: - Sæll Siggi. Hvað segirðu gott? „Bara allt fínt, þakka þér.“ - Hvað ertu að gera um þessar mundir? „Ég er aðallega í skólanum. Það snýst flest um hann.“ - í hvaða skóla ertu? „Ég er í 9. bekk í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði.“ — Er ekki gaman að vera kominn í 9. bekk? „Jú, það er alveg ágætt. Annars finn ég engan verulegan mun á 8. og 9. bekk — ekki ennþá að minnsta kosti.“ — Ertu alveg hættur að breika? „Já, það er eiginlega búið að vera. Þetta var tískusveifla sem gekk hratt yfir. Það er aðallega spennandi að læra dansinn og svo þegar það hefur tekist minnkar áhuginn.“ — Ekki ertu hættur að dansa þótt breikið sé ekki lengur við lýði? „Nei, nei. Ég er núna að læra diskódans og djassballett. Einnig er ég að hugsa um að læra stepp-dans. Ég hef mjög gaman af þessu.“ — Slást ekki stelpurnar um að dansa við þig á böllunum? „Ég segi það nú ekki. Mér þykir líka gaman að dansa við þær.“ - Hvernig tónlist hlustarðu á? „Ég hlusta mikið á Phil Collins, Prince, Sting og eiginlega allt sem mér finnst gott.“ - Kaupirðu mikið af plötum? „Já, talsvert. Ég keypti mjög til margar þegar ég var í Bandaríkjun- um í sumar.“ - Hvað varstu að gera þar? „Ég heimsótti frænku mína og frænda í Jackson í Mississippi og dvaldist þar í fimm vikur. Þar eru 700.000 íbúar og þykir ekki mikið á bandarískan mælikvarða. Þetta var æðislega skemmtileg ferð. Ég var mjög mikið á sjóskíðum. Hitinn var ofsalega mikill allan tímann og eftir fyrstu vikuna gafst maður upp á því að fara í sólbað. Stundum fór ég á diskótek og það var fjör.“ — Er breikið líka búið að vera í Bandaríkjunum? „Nei, ekki vil ég segja það. Hins vegar kom mér á óvart þegar ég frétti að það hefði aldrei orðið vinsælt þar. Það er aðeins stundað á örfáum stöð- um. Ég hélt að það væri miklu út- breiddara." — Varstu nokkuð að skjóta þig í amerískum stelpum? Það kemur hik á Sigga. „Ekki mik- ið,“ segir hann svo og hlær. „Ég vil ekkert tala um það.“ — Finnst þér bandarískir ungl- ingar frábrugðnir íslenskum? „Já, að mörgu leyti. Þeir hugsa öðruvfsi enda uppaldir í ólíku þjóðfé- lagi. Svo eru strákarnir ekkert að klæða sig eftir neinni tísku. Flestir þeirra voru í stuttermabol og stutt- buxum. Klæðnaður stelpnanna var þó líkari klæðnaði þeirra hér heima.“ — Hvað gerðirðu fleira í sumar? „Ég var í unglingavinnunni í einn og hálfan mánuð.“ — Hvernig var? „Ekkert sérstakt. Það var þreytandi og leiðinlegt að vinna í rigningu og roki.“ — Vannstu sjálfur fyrir ferðinni til ( Bandaríkjanna? „Nei, mamma og pabbi borguðu helminginn en ég borgaði gjald- eyrinn.“ — Hvað ætlarðu að gera eftir 9. bekk? „Ætli ég fari ekki í Menntaskólann í Reykjavík? Hvað ég starfa í fram- tíðinni verður svo bara að koma í ljós.“ - Hvernig lítur draumaprinsessan þín út? „Það er erfitt að gefa einhverja uppskrift að henni. Það eru svo margar stelpur sætar, sama hvernig hára- og augnliturinn er.“ - Færðu stundum bréf frá aðdá- endum þínum? „Ég veit ekki hvort við eigum að kalla þau aðdáendabréf. Ég fæ stundum bréf frá ókunnugum krökkum.“ — Svararðu þeim? „Nei, ég veit ekki hvort ég á að taka þau alvarlega. Þetta er stundum óttalegt rugl.“ - Hvaða áhugamál áttu fleiri en dans? „Ég æfi badminton og fer mikið á skíði á veturna. Ég hef farið und- anfarna vetur í skíðaferðalag með fjölskyldunni til Austurríkis.“ - Viltu segja eitthvað að lokum? „Já, nú er ég að verða of seinn í skólann.“ - Jæja, þakka þér fyrir rabbið, Siggi. Við komum þessu öllu til skila. — Takk sömuleiðis. 37 Bandarikj anna

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.