Æskan - 01.09.1985, Síða 46
( ' ^
þrem milljónum eintaka. Síðan kom út
breiðskífan Like a Virgin og hefur hún
selst enn betur. Madonna hefur lagt kvik-
myndaleik dálítið fyrir sig. Fyrst lék hún
lítils háttar hlutverk í unglingamyndinni
„Vision Ouest“ en þar næst aðalhlutverk
í nýjustu mynd kvenleikstjórans Susan
Seidelmans, Desperately Seeking Susan.
Sú mynd hefur notið mikilla vinsælda í
Vesturheimi. í þeirri mynd gerir Ma-
donna stólpagrín að sjálfri sér og þeirri
ímynd sem hún er í augum aðdáendanna.
Hún leikur frjálslynda, nútímalega
stúlku sem kann vissulega að klæða sig
fíflalega.
Að lokum má geta þess að vinsælustu
lög Madonnu eru: Holiday, Lucky Star,
Like a Virgin, Material girl, Crazy for
you, sem er úr myndinni Vision Quest,
Angel og nýtt lag Into the Groove.
Hrafnhildur.
Ellefu staðreyndir
um Madonnu
k Madonna var atvinnudansari í tvö ár.
Hún dansaði bæði jassballett og nútíma-
dans.
Madonna spilar á fjölda hljóðfæra.
Að eigin sögn tekst henni best upp á gítar
og hljómborð.
■k Madonna hefur spilað og sungið rneð
mörgum hljómsveitum. M.a. var hún
trymbill hljómsveitarinnar Breakfast
Club.
★ Madonna er menntuð í leiklist og
hefur leikið í 5 kvikmyndum. Frægust
þeirra er Desperatly Seeking Susan með
leikkonunni Rósönnu Arquette í aðal-
hlutverki.
k Madonna hefur sömu umboðsskrif-
stofu og Michael Jackson.
★ Madonna hefur sarna upptökustjóra
og Power Station.
★ Madonna sló met þegar hún fyrst
kvenna átti þrjú lög samtímis á listanum
yfir 30 vinsælustu lögin í Bretlandi.
■k Madonna sló annað met þegar hún
átti samtímis tvö vinsælustu lögin í Bret-
landi. Þar með var hún komin í hóp karla
á borð við John Lennon, Frankie goes to
Hollywood og Bítlana.
★ Madonna er gift leikaranum Sean
Penn sem áður var trúlofaður Pam, syst-
ur Brúsa Springsteen.
★ Póstáritun Madonnu er: Madonna
3 E, 54th Street,
New York, N.Y. 10019,
U.S.A.
V ______________________________________J
Veistu svarið?
Fyrir unga lesendur
1. Hvert er þekktasta eldfjall á
íslandi?
2. Hvað nefnast afkvæmi sela?
3. Frá hvaða landi er hljómsveitin
Duran Duran?
4. Hvaða kaupstaður er oft nefndur
höfuðstaður Norðurlands?
5. Á hvaða lyngi vaxa sætukoppar?
6. í hvaða landi er borgin Stokk-
hólmur?
7. Hver syngur hlutverk
tannlæknisins í söngleiknum Litlu
hryllingsbúðinni?
8. Við hvaða mann er stærsta kirkja
á íslandi kennd?
(Hún er í Reykjavík og er enn í
byggingu)
9. Hver samdi sögurnar um Jón Odd
og Jón Bjarna?
10. Er sólin nær jörð en tunglið?
Veistu svarið?
1. Hver er höfundur söngleiksins
Land míns föður?
2. Hver á Islandsmet í spjótkasti
kvenna?
3. Hver er forseti Sovétríkjanna?
4. Með hvaða hljómsveit syngur Da-
vid Lee Roth?
5. í hvaða ám eru AjGlymur
BjGlanni D)Goðafoss?
6. Hver orti kvæðið ísland er land
þitt?
7. Hver samdi tónlistina í söng-
leiknum Land míns föður?
8. Með hvaða liði leikur Pétur Pét-
ursson nú?
9. Eftir hvern eru ljóðabækurnar Er-
indi og Disneyrímur?
10. Hvar eru Á)Legoland B)Nýfund-
naland D)Disneyland? (Land- og
landshluti)
11. Hvað nefnist kvikmyndin sem
gerð var eftir Gísla sögu Súrssonar?
12. Hvaða hljómsveit hefur verið
nefnd Jarðskjálftasveitin?
13. Til hvaða landa fór forseti íslands
í opinberar heimsóknir í haust?
14. Hver samdi Grímudansleikinn,
óperuna sem nú er verið að sýna í
Þjóðleikhúsinu?
15. Hvaða Islendingur hefur oftar en
einu sinni orðið bandarískur háskóla-
meistari í hástökki?
16. Hvaða orð er heiti bæði lyklafyr-
irtækis og kvenkyns fuglategundar?
17. Nefnið tvær hljómsveitir sem
liðsmenn Mezzoforte leika með?
(Að sjálfsögðu auk sjálfrar Mezzo-
forte)
18. Hver söng lengi með hljóm-
sveitinni The Shadows en síðan á
eigin vegum og hefur haldið vinsæld-
um í 25 ár?
(Þáttur með honum var sýndur í
sjónvarpinu fyrir nokkru)
19. Hver er fréttamaður Ríkisút-
varpsins á Spáni?
20. Hvað er griffill?
46