Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1986, Side 6

Æskan - 01.03.1986, Side 6
MÓÐURSYSTBR Ömmu í ömmuhúsi líst ekkert á að pabbi þurfi að standa með Hönnu úti við glugga á næturn- ar og góna á tunglið. Ömmu líst enn verr á ef mamma fær engan svefn sem heitið getur á daginn. Þess vegna býður amma sig fram til þjónustu og kemur eld- snemma á morgnana til að gæta Hönnu og líta til með stóru krökkunum og gera allt mögu- legt sem mamma kemst ekki til að gera. Mamma sofnar rótt eins og ungbarn því að nú vakir amma yfir velferð heimilisins. Einn góðan veðurdag er kom- in pínulítil stelpa í gömlu vögg- una sem Millý hafði átt á undan Hönnu. Þetta er litla barnið hennar Lillýar, stóru systur og kær- astans hennar. Hönnu finnst skrýtið þegar litla frænka er að sjúga mjólk úr brjóstunum á mömmu sinni. eftir Álfheiði Bjarnadóttur Hanna stendur oft við vögg- una og horfir á litlu frænku. Hún klappar henni á kollinn og vill lána henni dudduna sína. Lillý, stóra systir, biður fyrir sér og spyr hvort hún ætli að troða þessum óþverra upp í barnið. Litla frænka á nefnilega sjálf duddu sem er lítil og fín en ekki útblásin og margtuggin eins og gamla duddan hennar Hönnu. Mamma er búin að segja Hönnu að hún hætti alveg að nota dudduna þegar hún sé búin að bíta gat á hana. Þess vegna reynir Hanna að totta hana of- urvarlega og bíta ekki fast með tönnunum svo að duddan endist lengi. — Þetta er nú meira kvenna- veldið, segir pabbi en ranghvolf' ir augunum ánægjulega þegar mamma kallar hann afa gamla. Alli tautar eitthvað um að það 6

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.