Æskan - 01.03.1986, Blaðsíða 16
BJOSSI BOLLA
65. En varla er þetta afbrotamaður. Það er
ungur piltur, grannvaxinn og fölur, sem stefnir
til útihúsanna. Hann fer þar inn - Bjössi held-
ur niðri í sér andanum - og kemur jafnskjótt
út aftur. Hann stefnir upp að hæðinni...
66. Bjössi leggst niður og reynir að láta ekki á
sér bera. Hefur pilturinn orðið var við hann?
Bjössi heyrir að hann er kominn að hæðinni.
Já, rétt er það, þar er uppspretta! Bjössi mjak-
ar sér aðeins framar. En, æ... hannTe'nnur...
67. ..og eftir örskotsferð rekst hann á eitthvað
mjúkt sem rekur upp hræðslulegt óp. Hann
hefur haft piltinn undir á afar sérstakan hátt! -
Æ, segir pilturinn, þú ert þungur... - Já, segir
Bjössi, og það kom sér vel núna. Ella hefði mér
reynst erfiðara að handsama þjófinn!
68. Hann heyrir skrýtin og ótrúleg hljóð frá
piltinum. Bjössi snýr sér við og lítur framan í
hann. Ertu að snökta? spyr hann forviða. Hann
hefur aldrei heyrt um afbrotamenn sem gráta
þegar þeir eru teknir fastir. - Já, kjökrar pilt-
urinn, ég veit að ég hef farið heimskulega að
ráði mínu. En ég hafði aðeins gott í hyggju...