Æskan

Volume

Æskan - 01.03.1986, Page 17

Æskan - 01.03.1986, Page 17
69. Pilturinn lofar að leysa frá skjóðunni, að- ems ef Bjössi vill vera svo góður að rísa upp. Og hann er svo mjóróma þegar hann biður um Þetta að Bjössi tekur hann trúanlegan og treystir því að hann flýi ekki. - Við getum farið mn í eldhús og rabbað þar saman, segir piltur- inn. Ég á þó húsið sjálfur. h Hann segir Bjössa dapurlega sögu. Arnkell heitir hann og er sonur fólksins sem átti býlið. egar foreldrar hans létust var hann ellefu ára °g stóð einn uppi. — Ég komst fljótt á hálan ís, Segir hann og brosir afsakandi. — Hvað áttu við? sPyr Bjössi. Texti: Ingvar Moe Teikningar: Hákon Aasnes 70. Það er bara hlýlegt í eldhúsinu. í horninu brennur eldur í viðarvél og dúkur er á borði. Þar er meira að segja vasi með lyngi í. - Átt þú húsið? spyr Bjössi forviða. Ég skil hvorki upp né niður... — Ég skal segja þér frá öllu, segir pilturinn. 72. Arnkell segir honum að hann hafi komist í hóp unglinga sem notuðu fíkniefni. Þeir stálu til að fá peninga fyrir efnunum. — Síðustu ár hef ég oft verið í fangelsi, segir hann. - En þegar ég afplánaði síðasta afbrotið gerðist eitthvað óskýranlegt innra með mér. Ég ákvað að segja skilið við fyrra líferni og hefja nýtt og betra.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.