Æskan - 01.03.1986, Side 22
HLJÓMSVEITAKYNNING
The Smiths
Hljómsveitin The Smiths varð til þegar
hinn snjalli gítarleikari Johnny Marr dró
nærsýna grænmetisætu, Morrissey, fram úr
fylgsni sínu í fátækrahverfinu Whalley
Range í Manchester þar sem hann lifði
munklífi með foreldrum sínum og heildar-
útgáfu á verkum Oscars Wilde ásamt einu
sjónvarpstæki og James Dean myndum á
veggjum.
Ætlun Johnny Marr var að setja á lagg-
irnar hljómsveit sem spilaði tónlist sem
væri frábrugðin þeirri sem „tyggigúmmí-
hljómsveitirnar“ leika og komast ofarlega
á lista í Bretlandi og víðar. Með því að
steypa saman tónsmíðum Marrs og ljóðum
Morrisseys átti að mynda nýtt „tónmál" en
jafnframt hafa hugfast að gera tónlistina
ekki of fjarlæga venjulegu verkafólki eða
of innhverfa til að skiljast. Til að
fullkomna áætlunina fengu tvímenningarn-
ir til iiðs við sig bassaleikarann Andy Ro-
urke og trommuleikarann Mike Joyce sem
var sá eini þeirra sem nokkuð hafði fengist
við að spila í alvöru.
The Smiths kom fyrst fram opinberlega í
september 1982 og lék síðan á ýmsum stöð-
um. Það leið ekki á löngu þar til hljóm-
plötuútgáfan Rough Trade bauð þeim fé-
lögum samning til langs tíma og var það í
fyrsta skipti sem hún gerði slíkan samning
við nokkra hljómsveit.
Fyrsta plata The Smiths var lítil og kom
út í maí 1983. Hún nefndist Hand in Glo-
ve/Handsome Devil. Félagarnir réðu svo
til sín nýjan upptökustjóra, John Porter,
og aðstoðaði hann þá við gerð næstu plötu
Hún var leikin talsvert mikið í útvarpi. í
kjölfar hennar fylgdu hljómleikar. Lagið
This Charming Man var kjörið óvæntasta
smelllag ársins 1983. Par með höfðu The
Smiths öðlast þjóðarathygli.
Fyrri hluti ársins 1984 var mikil sigur-
ganga fyrir The Smiths. Piltarnir fóru í sex
vikna hljómleikaferð um Bretland og svo
sendu þeir frá sér nýtt lag. What Differ-
ence Does, sem komst hæst í 12. sæti al-
menna vinsældalistans. Samtímis því
komst fyrsta LP-plata The Smiths, en hún
var einfaldlega skírð í höfuð hljómsveitar-
innar, í annað sæti og hefur síðan unnið til
gullverðlauna. f apríl 1984 tókst samstarf
með The Smiths og hinni gamalkunnu
söngkonu sjöunda áratugarins, Sandy
Shaw, og þá kom út lítil plata með lögun-
um Hand in Glove og I Don‘t Owe You
Anything.
Félagarnir f The Smiths eru lítið hrifnir
af hljóðgervlum og öðru „nútímadóti“ og
lýsir það sér í því að þeir láta ekki gera
myndband við tóniist sína. Að þeirra áliú
verður tónlistin og textarnir að tala sínu
máli. Áheyrendur að eiga hlutdeild í lög'
unum og því lítið vit í að gera Skonrokks-
þætti á strönd Hawai eða á toppi Keops-
pýramídans. Það er ekki sú veröld sem
vonlaus og atvinnulaus borgarlýðurinn í
Bretlandi þekkir.
Og nú í ár er komin út þriðja LP-plata
The Smiths, Meat is Murder, eða Kjöt er
dráp og er það í samræmi við lífsskoðun
grænmetisætunnar Morrisseys. Að vísu
hefur hann sagt að tónlist eigi ekki að
kafna í pólitískum upphrópunum eins og
lengi hefur Ioðað við vitræna tónlist, sér-
staklega pönkið. Hins vegar eigi að koma
fram skoðunum sínum á listrænan hátt en
ekki með slíkum látum að allir skelfist.
Pá eruð þið nokkru nær um hljóm-
sveitina The Smiths sem prýðir veggmyno
ina okkar að þessu sinni. Að síðustu má
geta þess að allir meðlimir sveitarinnar efu
bindindismenn, bæði á tóbak og áfengi-
22