Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1986, Qupperneq 28

Æskan - 01.03.1986, Qupperneq 28
Við kaupum þctta hús, Georg. Það er alveg tilvalið fyrir börnin. Pétur: Hvað er það sem hefur fjóra fætur og getur ekki gengið? Páll: Það veit ég ekki. Pétur: Ha, ha, - það er borð. Sonurinn (með einkunnabókina sína fyrir aftan bak): Pabbi, getur þú skrif- að blindandi? Pabbi: Já, það get ég vel. Sonurinn: Skrifaðu þá blindandi í þessa bók. Fimm ára stelpa er að fara út með mömmu sinni og segir: Mamma, mundir þú nú eftir að taka með þér brjóstsykur handa mér ef ég skyldi verða óþekk? Kennarinn: Segðu mér nú sann- leikann. Hver reiknaði dæmin þín? Nemandinn: Hann pabbi. Kennarinn: Reiknaði hann þau öll? Nemandinn: Nei, ég hjálpaði honum. Sonurinn (kemur heim að loknu prófi): Þú varst heppinn núna, pabbi. Faðirinn: Hvað áttu við? Sonurinn: Þú þarft ekki að kaupa nýj- ar bækur handa mér. Eg verð aftur í sama bekk. Gunna: Pabbi, viltu hjálpa mér með þetta dæmi? Pabbi: Heldur þú að kennaranum finnist það rétt gert? Gunna: Það er ekkert víst að það verði rétt, - en reyndu samt. G-R'ífT- Óli: Er hárvatn í þessari flösku, pabbi? Pabbi: Nei, það er lím. Óli: Nú, þá skil ég hvers vegna ég næ ekki af mér húfunni. Frúin (við kaupmanninn): Það vantaði eitt kíló upp á 5 kílóin af eplum sem ég lét drenginn minn kaupa hjá þér í morgun. Ég vigtaði þau sjálf. Kaupmaðurinn: Þú afsakar, frú, en vogin mín er alveg rétt! Þú ættir að prófa að vigta son þinn. Kiddi litli: Pabbi, þú verður að tala alvarlega við hana mömmu. Hún vill alltaf láta mig fara að hátta þegar ég er ekkert syfjaður - og hún heimtar að ég fari á fætur þegar ég get sofið miklu lerigur. Faðirinn: Komdu, Nonni minn, þá skal ég leyfa þér að sjá hana litlu syst- ur sem storkurinn kom með. Nonni: Ég vil heldur fá að sjá stork- inn. Amman kom inn í borðstofuna og sá lítinn sonarson sinn lúta yfir köttinn í þungum þönkum. „Af hverju horfirðu svona á kött- inn, Villi?“ spurði hún forvitin. Drengurinn leit snöggt upp en sof- andi kötturinn hélt afram að mala hjá ofninum. „Amma,“ sagði hann hneykslaður, „kattarskömmin er farin að sofa og lætur vélina sína vera í gangi.“ Ég segi þér satt að konan mín er engill. — Já, en konan mín er lifandi ennþá. Rödd konunnar hans! Kennslukonan var að hlýða S'|-. yfir: Hvað nefndist keisarinn í ^ landi? Siggi: Zar. Kennslukonan: En drottningin- Siggi: Zarinna. n Kennslukonan: En börnin þeirrú’ Siggi: Sardínur. • Af' Móðirin: Skammastu þín ekki- j(, Hvað sagðist ég ætla að gera við P'g ég sæi þig fara í sultukrukkuna a* ^ Ari: Það er gott að þú hefur því, mamma. Ég man það ekki he Kennarinn: Bári, hvað ertu að leS‘ Bári: Það veit ég ekki. p Kennarinn: Nú, það er skrýtið- varst að lesa upphátt. g Bári: Já, en ég hlustaði ekki á Þa ll(l' Móðirin: Nei, Halli minn. Það J kalt til að borða rjómaís í dag- ^éí Halli: Ég get farið í úlpuna áðure borða hann. 28

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.