Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1986, Qupperneq 31

Æskan - 01.03.1986, Qupperneq 31
ÞRAUTIR VÖLUNDARHÚSIÐ Aö sjálfsögðu leggur þú af staö frá örinni til að leita miöju völundarhússins. En stysta leiðin liggur ekki í augum uppi. Flýttu þér hægt og gættu vel aö. Örvæntu ekki þó aö þér finnist undarlega langt til leiðarloka. Stysta leiðin er mjög löng! Þetta völundarhús er til í raunveruleikanum eins og svipuð hús sem birst hafa á síðum Æskunnar. Svörtu línurnar eru þéttir runnar, yfir tveir metrar á hæð. ímynd- aðu þér að þú sért sjálf(ur) staddur/stödd í völundar- húsinu! Verðlaun sem fyrr. Lausn sendist til Æskunnar, póst- hólf 523, 121 Reykjavík. Aldur fylgi. Nóg er að draga upp leiðina sjálfa - óþarft að teikna völundarhúsið. í veist allt um þessa þraut og verðlaun fyrir rétta lausn. Því segjum við e'ns: Gangi þér vel! VE1|'&rA? Þegar þú sérð klasa af banönum í verslunum hanga þeir venjulega niður en á trjánum vaxa þeir í gagnstæða átt. ☆ Langlífasta dýr jarðarinnar er risa- skjaldbakan. Hún getur lifað í allt að tvö hundruð ár. ☆ Rauðviðartré eru venjulega höggvin í tunglsljósi því að þá eru þau þurrari, heilbrigðari og litsterkari en annars. ☆ Slangan hefur fleiri rifbein en nokk- ur önnur skepna. Sumar slöngur koma úr eggjum; aðrar fæðast lifandi. ☆ Það er hægt að halda höfðinu á engi- sprettu undir yfirborði vatns óralengi án þess að hún drepist. Hún andar með líkamanum.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.