Æskan - 01.03.1986, Page 32
OG KRAKKARNIR í ÓRALANDI
Eftir fjóra daga fékk hann að fara
heim. Hann átti að liggja og hafa hægt
um sig. Fyrsta kastið var hann svo
máttfarinn að hann svaf næstum allan
sólarhringinn. Það var að minnsta
kosti álit mömmu hans. En í raun og
veru var hann á sífelldum þönum með
Evu og Agna. Þau hurfu þó annað
veifið. Þá voru þau að hlaða sig orku.
Það fór fram á þann hátt að þau sofn-
uðu og á meðan endurnærðust þau.
Þegar þau risu upp sögðust þau vera
södd en áttu við að þau væru full af
fjöri. Þau vissu ekki hvað matur var og
kunnu ekki að borða.
En þið eruð með munn og tennur,
sagði Manni. Til hvers?
Heldurðu við þurfum ekki að anda?
spurði Agni. Og svo til að kyssa, góði.
Manni roðnaði upp í hársrætur.
En maga? áræddi hann að spyrja í
trausti þess að ekki væri hægt að
hanka hann á spurningunni.
Maga? át Agni eftir honum. Hvað
er nú það?
Magi, stamaði Manni, það er
svona... poki... innan í okkur sem
maturinn fer í.
Poki, endurtók Agni hlæjandi, þú
getur reitt þig á að við erum engin
pokadýr.
En... eruð þið þá heldur ekki
með...?
Hann þagnaði og roðnaði enn meir.
Hann hafði nefnilega haldið áfram
sama þankagangi: borða matinn,
melta fæðuna, losna við úrganginn. En
þegar til kom var honum ómögulegt
að nefna líffærin sínum réttu nöfnum í
viðurvist Evu.
Hann gleymdi að þau gátu lesið
hugsanir hans.
Jú jú, sagði Agni, þú ert nú meiri
kjáninn.
En til hvers? spurði Manni.
Þarf maður að tyggja allt í þig?
spurði Agni. Geturðu ekki lesið það ef
ég hugsa það?
Manni reyndi. En hann var jafnnær.
Nei, viðurkenndi hann, það tekst
ekki.
Þar fór í verra, sagði Agni alvar-
legur í bragði. Við getum nefnilega
ekki útskýrt það öðruvísi en í hugan-
um, við eigum ekki orð til þess. Það er
til þess við missum ekki flugið. í gamla
daga gátu krakkarnir í Óralandi sagt
allt sem þeim datt í hug. Og fullorðna
fólkið að sjálfsögðu líka. Því var trúað
fyrir þessari gáfu. En svo fóru allir að
nota málið til að velta sér upp úr
óhreinum orðum. Óhrein eru orðin
sem verka hvetjandi á fýsnir og dreifa
ljótum hugsunum. Þeir gleymdu að
það er hreinleiki hugarfarsins sem
gerði þá létta. Þegar siðgæðið var farið
veg allrar veraldar urðu þeir svo þung-
ir að þeir misstu flugið. Þá sáu menn
að sér og gleymdu óhreinu orðunum.
Þess vegna getum við nú flogið aftur.
Svo þú sérð hvers virði það er að
íþyngja sér ekki með illum hugrenn-
ingum eða fúkyrðum. Hvort tveggja
hangir nefnilega utan á manni eins og
blýlóð.
Manni var dágóða stund að melta
þetta. Agni varð þess var.
Sjáðu til, sagði hann, þú ert hrifinn
af Evu. Hún er, í huga þínum og í
raun, hátt hafin yfir allan sora. Þess
vegna gastu ekki tekið þér gróf orð 1
munn. Sem er allt annað en pempíU'
skapur.
Manni varð svo feginn að hann gnt
áreynslulaust vikið öllum heilabrotun1
frá sér.
Nú skulum við fara í ævintýraleit,
sagði Eva og tók í höndina á Manna-
Komdu Agni, hann er áreiðanlega
orðinn laufléttur.
Þetta þótti Manna gaman að heyra-
Hann spurði Evu hvort hún teldi að
hann gæti flogið upp á eigin spýtur en
það aftók hún með öllu. Til reynslu
slepptu þau af honum höndunum og a
sama andartaki fór hann að síga. Þau
voru því ekki sein á sér að grípa hann
aftur.
Þau svifu góða stund. Manni áttaði
sig fyrst þegar hann sá að þau voru
komin yfir fótboltavöllinn á
Franskatúni. Fyrir löngu hafði
Franski-Gústi heyjað á þessum slóð'
um og síðan voru þær alltaf kenndar
við hann. Nú var hann dáinn en sonur
hans, Franski-Pétur, bjó í gamla hus-
inu. Hann átti í sífelldum erjum við
krakkana af því þau misstu stundum
boltann sinn inn í garðinn hans.
Ho ho, sagði Manni, spila þeir ekk'
glannalega?
Honum sýndist knattspyrnuliðið
32