Æskan - 01.03.1986, Blaðsíða 35
Happ-
draettisvinn-
ingurinn
Kæja Æska.
Ég þakka æðislegt blað. Mig langaði
1 að senda þér brandara. Hann er
svona:
-Maður nokkur var stöðvaður á bíl
f 8°tu í París. Lögreglumaður gerði
a °g sagði: „Þú hefur unnið 20 þús-
Un krónur í bílahappdrætti. Oghvað
arðu svo að gera við peningana?"
Maðurinj,. ^Ætli ég byrji ekki á því
a taka bílpróf.“
, Konan við hliðina á honum: „Taktu
. ert mark á honum. Hann lætur
d ia5 SVOna þegar hann er fullur.“
. a sagði afi gamli í aftursætinu: „Ég
-lss' a^ við mundum ekki komast langt
a stolnum bfl.“
v-Loks heyrðist úr skottinu: „Erum
10 komin yfir landamærin?"
Bless, bless,
Anna Hjartardóttir 10 ára
Lindarbraut 8
170 Seltjarnarnesi.
Spurt um
leiklist
1 ^skuPÓstur.
f Vl^ a ÞV1 Þakka fyrir
/a ært blað. Ég hef verið áskrifandi
yra Þv* 1977 og finnst blaðið alltaf
tjp a beíra og betra. En nú langar mig
ao spyrja ykkur nokkurra spurn-
,nga:
^vernig geta krakkar fengið hlut-
erk í Ieikritum?
, T'.Kr eir)hver sérstakur leiklistar-
oli fyrir unglinga?
• Hvað á ég að gera ef það er
n§lnn svona skóli?
°nandi getur þú svarað þessum
Purningum. Ein leikóð
SVÖR:
1. Þú getur prófað að hafa samband
við Þjóðleikhúsið og Iðnó - ef þú átt
við stærri leikhúsin. Hver veit nema
þeir vilji skrifa nafn þitt hjá sér og fá
að prófa þig þegar þá vantar í ungl-
ingahlutverk?
2. Nei, ekki svo að við vitum. Hins
vegar eru haldin leiklistarnámskeið
víða í grunnskólum.
3. Hafðu samband við æskulýðsráð
og félög og spyrstu fyrir um leiklistar-
námskeið. Við trúum ekki öðru en að
þú verðir einhvers vísari.
Efnisyfirlitið
mætti vera
betra
Kæri Æskupóstur.
Ég vil þakka gott blað. Eitt finnst
mér samt slæmt. Það er efnisyfirlitið.
Stundum er gefið upp rangt blaðsíðu-
tal eða þá að það vantar ýmislegt í
efnisyfirlitið. Væri ekki hægt að bæta
úr þessu?
En það er fleira sem ég vildi minnast
á. Mig langar til að spyrja nokkurra
spurninga. Þær eru svona:
1. Kemur Æskan út reglulega?
2. Eru öll bréfin, sem berast, birt í
Æskupóstinum? Ef svo er ekki, hvern-
ig eru þá gefin svör við þeim spurning-
um sem ekki eru birtar?
3. Er Æskan hætt að birta myndir af
afmælisbörnum Æskunnar?
Með bestu keðju,
Auður Þórunn Rögnvaldsdóttir 11 ára
Hagamel 23
Reykjavík.
SVÖR:
Það er skarplega athugað hjá þér að
stundum hafa blaðsíðutölin ekki verið
rétt í efnisyfirlitinu. En við höfum
reynt að gæta okkar upp á síðkastið.
Stundum var um að kenna að við vor-
um búnir að láta „setja“ blaðsíðu 3 þar
sem efnisyfirlitið er og urðum svo á
síðustu stundu að skipta um efni á
tiltekinni blaðsíðu en þá gleymdist að
breyta því í efnisyfirlitinu. Vonandi
verður þetta í lagi hér eftir. Yfirlitið
verður hins vegar aldrei tæmandi.
Hér koma svo svör við öðrum
spurningum þínum:
1. Æskan kemur út níu sinnum á ári,
- fimm tbl. á fyrra misseri (janúar -
júní) en fjögur á því síðara. Hlé er
gert yfir hásumarið þannig að 6. tbl. er
sent áskrifendum um mánaðamótin
ágúst/september. Stefnt er að því að
gefa blaðið út með jöfnu millibili á
hvoru misseri.
2. Því miður er ekki hægt að birta öll
bréf í Æskupóstinum eða svara öllum
spurningum. Meiri líkur eru á svari ef
fleiri en einn sýna áhuga á sama atriði.
Rétt er að nefna einu sinni enn að þau
bréf ganga fyrir sem hafa að geyma
lýsingar á félagslífi og starfi barna.
3. Já. Við birtum þessar myndir í
tilefni af 85 ára afmæli Æskunnar.
35