Æskan

Volume

Æskan - 01.03.1986, Page 39

Æskan - 01.03.1986, Page 39
breiðskífa hennar, í 1. sæti bandaríska vinsældalistans. í enskumælandi löndum er nafnið víðast borið fram sem Sjardei. Litmynd af Sade var í 3. tbl. Æskunnar ‘85. Póstáritun Sadear er: Miss Sade 1-3 Mortimer Street London W1 England U2 Hæ, hæ, vandaði Poppþáttur. Það væri frábært að fá plakat af U2. Líka mættu vera dómar um plötur U2 o. fl. Ragnheiður Erla Hjaltadóttir Breiðholti Bítlarnir Kæri Poppþáttur! Ég er 12 ára og að norðan. Bítlarnir eru eftirlæti mitt. Mig langar til að vita meira um þá. Er möguleiki á að fá þátt um Bítlana í Poppþættinum? Er til bók eða blað um þá? Þakka, E.M. þýr '8en'ska blökkusöngkonan Sade la ,.eirna hjá foreldrum sínum í Eng- tyj^ *■ Hún varð 26 ára 16. janúar sl. nuöi síðar komst „Promise", önnur The Beatles Fan Club/City Magazine 31 Mathew Street Liverpool L2 England Sade í^i Poppþáttur! Um *an8ar æðislega til að fræðast ^öngkonuna Sade Adu. Mér þætti bið'S ^a með henni. Vitið sko Urr? aðdáendaklúbb hennar? Ég Sadef a alla að kynna sér lögin með in,^ee) fyrirfram þökk fyrir birt- ‘n§Urra. Melkorka Það er sjálfsagt að fjalla um Bítlana í Poppþættinum ef margir hafa áhuga á því. Látið okkur bara vita. Margar bækur eru til um Bítlana, m.a. nokkrar á íslensku. Við mælum sérstaklega með „Bara Lennon“ og „Lifað með Lennon“. Einnig er eitt- hvað minnst á Bítlana í „Poppbókinni - í fyrsta sæti“. Þá er okkur kunnugt um að Bókabúð Máls og menningar og hljómplötuverslunin Grammið eru með nokkrar enskar Bítlabækur til sölu. Heimilisfang aðdáendaklúbbs Bítl- anna er: '’oppþáttanins VISSIR ÞÚ...? ...að írski söngvarinn Fergael Sharkey var í pönkhljómsveitinni Undertones fyrir nokkrum árum? Undertones naut töluverð- ra vinsælda bæði hérlendis og í Bretlandi. ...að söngvari skosku poppsveitarinnar Simple Minds er giftur Crissie Hynde, söngkonu Pretenders? Crissie þessi er líklega þekktust hérlendis fyrir að syngja lagið „I got You, Babe“ með UB40. ...að hin nýja plata Kuklsins, „The Holi- days in Europe - The Naughty Nought“, fékk hæstu einkunn, fimm stjörnur, í plötu- dómi breska poppblaðsins Sounds? Flest- ar aðrar plötur, sem voru dæmdar í sama blaði, fengu aðeins 3 stjörnur. ...að líkur eru til að breska nýbylgjusveitin The Smiths verði fulltrúar rokksins á Lista- hátíð Reykjavíkur í sumar? The Smiths hefur nú verið kosin vinsælasta hljómsveit Bretlands í heilt ár í hverri vinsældakönn- uninni á fætur annarri í þarlendum popp- blöðum. ...að sænski plöturisinn Mistlur (sem hefur m.a. Imperiet, Little Stevie og liðsmenn Television á sínum snærum) mun setja plötu með Bubba Morthens á alþjóða- markað í ágúst n.k.? Platan hefur hlotið nafnið „Freedom for Sale". ...að tugir breskra og bandarískra popp- ara tóku sig saman nýlega og sungu inn á plötu til að mótmæla kynþáttamisrétti? Platan heir Sun City og meðal þeirra sem syngja á henni eru liðsmenn úr U2, Roll- ing Stones, Ramones, feðgarnir Ringó íslandsfari og Zak sonur hans, Bruce Springsteen, Pat Benatar, Jackson Brown, Bob Dylan, Peter Gabriel, Bob Geldof, Linton Kwesi Johnson, Little Stevie, Hall & Oates, Lou Reed, Gil Scott-Heron o.m.fl. ...að blökkusöngkonan Dee C. Lee, sem nýlega hlaut miklar vinsældir fyrir lagið „See The Day“, söng áður (hljómsveitun- um Wham! og Style Council. 39

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.