Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1986, Síða 48

Æskan - 01.03.1986, Síða 48
5. - Baðmur mikill stendur hér við höllu, sagði kóngur, og byrgir sólarsýn. Hann er hundrað metra þykkur og þrisvar sinnum svo hár. Takist þér að fella hann á einni nótt gef ég þér dóttur mína. Kóngssyni féll þetta þungt því að enginn var þess megnugur að vinna slíkt verk. 6. Harmþrunginn tjáði hann kóngsdóttur hvað faðir hennar hafði fyrir lagt. — Verra gat það verið, sagði hún og benti honum að líta um öxl. — Hangir þarna exi einstakrar náttúru. Aðeins þarf einu höggi að ljósta hvora hlið hins mikla viðar að hann falli. 7. Kóngsson gerði eins og hún kenndi og fór allt eftir. Er kóngur reis úr rekkju árla morguns fannst honum furðu bjart og skar skin sólar í óvön augu. Ekki var að undra því að ekkert skyggði á og var fallið tréð. 8. Prinsinn hugði að hann fengi nú Flórentínu. En kóngur brást enn illur við og kvaðst ekki una því fyrr en hann færði sér orminn hvíta. Kóngsson var harmi sleginn er hann skýrði Flórentínu frá orðum föður hennar. 48

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.