Æskan - 01.03.1986, Side 51
ÆSKAN SPYR:
Hvaða persónu langar þig
jjRÚÐULEIKARAR NÆSTIR
f°Rsetanum
LANGAR EKKIAÐ
VERA FORSETI
Jóhann Helgi Harðarson 7 ára:
0fdl velji ekki Vigdísi forseta. Ég hef
ha S6d ^ana í Sjónvarpinu en aldrei hitt
Pjitta sJaha. Nei, ég hef engan áhuga á að
3n af0rseta Bandaríkjanna. Svo væri gam-
Uiri ^'tta Persónurnar í Prúðuleikurun-
, • t.d. Kermit. Ég hef mest dálæti á
h°num.
Hilmar Geir Óskarsson 7 ára:
Ég vildi líka hitta forsetann okkar. Hvað
forsetinn okkar gerir? Hann fer út í lönd til
að tala við þjóðhöfðingja þar og kynna
landið okkar. Hann er æðsti maður þjóðar-
innar. Nei, mig langar ekki til að vera
forseti. Ég veit ekki af hverju. Ég held að
þetta sé erfitt starf.
^UEíJÓN og hólmfríði
^lsdóttur
ENGIN SPURNING:
JOHN TAYLOR
mest að hitta?
VIL HITTA VIGDÍSIFORSETA
Sesselja Konráðsdóttir 7 ára:
Ég vildi gjarnan fá að tala við Vigdísi. Ég
hef oft séð hana í Sjónvarpinu en aldrei
heilsað henni sjálfri. Kannski á ég eftir að
fá tækifæri til þess. Svo vildi ég líka hitta
Prúðuleikarana, t.d. hjónin Svínku og
Kermit. Ég sá í Sjónvarpinu þegar þau
giftu sig.
KÖRFUKNATTLEIKSMANNINN
LARRYBIRD
^dís Jóna Pálsdóttir 7 ára:
Sá
Sem
mig langar mest til að hitta er
an |ín’ v'nur minn. Það er ofsalega gam-
af a *e'ka við hann. Hann bauð mér í
skotæl10 s‘lt fyrir stuttu. Jú, ég er dálítið
Hói'7'honum. Svo langar mig til að hitta
És n,fr''ði Karlsdóttur fegurðardrottningu.
kfH Sa í Sjónvarpinu þegar hún var
ln Ungfrú Alheimur.
Bjarki Sigurðsson 11 ára:
Engin spurning: John Taylor í Duran Dur-
an Hann er eftirlætistónlistarmaður
minn. Ég mundi vilja hitta hann í London
og fá að spjalla við hann. Ég spyrði hann
um hljómsveitina, léti mynda okkur sam-
an, bæði hann um eiginhandaráritun, - og
svo væri gaman að fá að hitta hina strákana
í hljómsveitinni.
Márus Þór Árnason 11 ára:
Ég veldi Larry Bird, körfuknattleiksmann
í Bolton Celtics. Hann er frábær leikmað-
ur, einn af þeim þrem bestu í heiminum.
Ég myndi spyrja hann hvernig gengi, biðja
hann um eiginhandaráritun og láta taka
mynd af okkur saman. Ég vildi fá gott næði
til að spjalla við hann.
51