Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1987, Blaðsíða 10

Æskan - 01.05.1987, Blaðsíða 10
Einu sinni var Lóa litla úti að leika sér með boltann sinn. Boltinn skoppaði óvart inn í garð hjá fólki sem Lóa þekkti ekki. Lóa læddist inn í garðinn til að sækja boltann. Hann lá alveg innst í garðinum í stóru blómabeði. Þetta voru meiri vandræðin. Lóa var með svo stutta handleggi að hún náði ekki boltanum. Hún ætlaði að fara að skæla. Þá heyrði hún skræka rödd fyrir aftan sig. — Ég skal hjálpa þér, sagði röddin. Lóa sneri sér við. Hún sá gamla konu með mjóa höku og langt nef. Vá, hún er alveg eins og galdranorn, hugsaði Lóa. Kannski getur hún teygt handleggina eins langt og hún vill og náð boltanum. En gamla konan galdraði ekk- ert. Ekki í þetta skipti. Hún sótti hrífu og náði boltanum með henni. — Viltu vera svo væn að fara fyrir mig í búð af því að ég hjálpaði þér? sagði hún við Lóu. Lóa fór í búð og verslaði fyrir gömlu konuna. Þegar hún kom til baka var hún boðin inn og fékk mjólk og kökur. Gamla konan var að spinna á rokkinn sinn. — Langar þig að prófa? spurði hún Lóu. Hún er galdranorn. Þetta er alveg eins og í Þyrnirós. Nú verð ég víst að passa mig, hugsaði Lóa. En hana langaði svo mikið að prófa. Ég geri það bara, sagði hún við sjálfa sig og settist við rokkinn. Henni gekk ekki vel að spinI1‘ þó að gamla konan hjálpaði henni. Þetta var svo erfitt. Allt í einu stakk hún sig- Hún fór að skæla. — Æ, æ, fékkstu flís? sagði gamla konan. Lóa svaraði ekki. Hún hljóp út og fór beina leið heim- Hún fann að hún var alveg að sofna. Nú verð ég að sofa í hundrað ár eins og Þyrnirós, hugsaði hún. Ég hefði ekki átt að láta galdranornina gabba mig. Mamma var ekki heima og Lóa fór beint upp í rnfn og háttaði sig. Hvað ætli mamma segi . ^j. þegar hún finnur mig sofa'1 hugsaði hún. Qc. Aumingja mamma bíðnr bíður og veit ekki 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.