Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1987, Blaðsíða 44

Æskan - 01.05.1987, Blaðsíða 44
Elstu félög hérlendis fyrir börn og unglinga, barnastúkurnar, starfa enn af þrótti. Tvær þœr elstu, Æskan í Reykjavík og Sakleysið á Akureyri, feta nú fyrstu skrefin inn í aðra öld starfsins. Pær eru 101 árs um þessar mundir. ífyrra minntust þær aldarafmælis með veglegum hátíðahöldum. Merki heilbrigðra lífshátta var hafið fyrir rúmri öld af félagsskap' góðtemplara. í barnastarfi þeirra hefur ætíð verið minnt á nauðsyn þess að hafna tóbaki og áfengi og öðrum vímuefnum. Þegar á þeim tíma var mörgum ljóst hve skaðsöm notkun allra slíkra efna er. Samt hef- ur boðskapurinn átt misjafnlega mikinn hljómgrunn meðal fólks. En undanfarin ár hafa æ fleiri tekið und- ir með bindindishreyfingunni, ekki síst læknar og fólk úr öðrum heil- brigðisstéttum. Frá öðrum þjóðum berast fregnir um að þeim fjölgi óðum sem temja sér að stunda íþróttir, neyta hollrar fæðu og að sjálfsögðu að forðast öll þau efni sem koma í veg fyrir að náð verði því marki sem hefur verið lýst með orð- takinu : Heilbrigð sál í hraustum lík- ama. Tilgangur -tarfs barnastúkna hef- ur þó ekki aðein« verið þessi. Mikil áhersla hetur venð lögó á að æfa félagana í að stjórna fundum, koma fram á sviði og efla félags- þroska þeirra. í því efni voru þær líka á undan sinni samtíð. Nú taka Forseti (slands ávarpar félaga bst. Æskunnar. Til hægri eru Lilja Harðardóttir gæslum. og Sigþrúður Sigurðardóttir æt. margir undir nauðsyn slíkrar þjálf- unar og í skólastarfi og víðar er kappkostað að veita tilsögn í þeim atriðum. Hér á eftir fylgja frásagnir af af- mælishaldi og starfi í þeim stúkum sem nýlega hafa átt stórafmæli. Hátíð í fjóra daga „Barnastúkan Æskan í Reykjavík var stofnuð 9. maí 1886. Jafnframt því að vera elsta barnastúka landsins er hún einnig elsti félagsskapur barna á íslandi. Okkur sem stöndum að Æskunni fannst því ástæða til að halda veglega upp á afmælið fyrir ári,“ segir Lilja Harðardóttir, gæslumaður stúkunn- ar, í bréfi til blaðsins. Hún heldur áfram: „Fimmtudaginn 8. maí var farið í heimsókn til forseta íslands að Bessastöðum. Frú Vigdís tók á móti okkur við kirkjuna og sagði sögu hennar. Síðan bauð hún okkur að þiggja veitingar. Hún rakti sögu staðarins og leiddi okkur síðan um neðri hæð hússins og nefndi mark- verð atriði sem tengdust hverju þeirra. Að lokum spilaði hún > okkur á gamla spiladós. Höfðu a mjög gaman af ferðinni. - Föstudaginn 9. maí 1986 var tíðafundur í fundarsal Templar^_ hallarinnar og hófst hann kl. 18- L ir fundarsetningu bauð Lilja . ardóttir, 1. gæslumaður. 8® velkomna og þá sérstaklega fru - dísi Finnbogadóttur og heiðurs ^ laga Æskunnar, þau Mörtu ou jónsdóttur, Gissur Pálsson, 0 Hjartar og Ólaf Hjartar. Á fund'n um las ritari, María Gunnarsdótö • fyrstu fundargerð Æskunnar en þa er hún nefnd barnamusteri. Æðstitemplar, Sigþrúður Sigur ardóttir, gaf frú Vigdísi orðið mælti hún hlýlega til félaga Æsku'111 ar.^ Á fundinum voru veittar vit kenningar fyrir góða fundarsókn- ^ afla nýrra félaga og vel unnin stör 1 liðnum árum. Þá voru kjörnir tjo' nýir heiðursfélagar: Sigrún GisS urardóttir, Sigurður Jörgensso • Árni Norðfjörð og Gunnar Porlá s, son, og þeim þökkuð störf Þe'rra, liðnum áratugum. Einnig var Gre ari Dalhoff þakkað fyrir orgelle'n ‘ fundum Æskunnar. Fyrstu skrefin iní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.