Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1987, Page 44

Æskan - 01.05.1987, Page 44
Elstu félög hérlendis fyrir börn og unglinga, barnastúkurnar, starfa enn af þrótti. Tvær þœr elstu, Æskan í Reykjavík og Sakleysið á Akureyri, feta nú fyrstu skrefin inn í aðra öld starfsins. Pær eru 101 árs um þessar mundir. ífyrra minntust þær aldarafmælis með veglegum hátíðahöldum. Merki heilbrigðra lífshátta var hafið fyrir rúmri öld af félagsskap' góðtemplara. í barnastarfi þeirra hefur ætíð verið minnt á nauðsyn þess að hafna tóbaki og áfengi og öðrum vímuefnum. Þegar á þeim tíma var mörgum ljóst hve skaðsöm notkun allra slíkra efna er. Samt hef- ur boðskapurinn átt misjafnlega mikinn hljómgrunn meðal fólks. En undanfarin ár hafa æ fleiri tekið und- ir með bindindishreyfingunni, ekki síst læknar og fólk úr öðrum heil- brigðisstéttum. Frá öðrum þjóðum berast fregnir um að þeim fjölgi óðum sem temja sér að stunda íþróttir, neyta hollrar fæðu og að sjálfsögðu að forðast öll þau efni sem koma í veg fyrir að náð verði því marki sem hefur verið lýst með orð- takinu : Heilbrigð sál í hraustum lík- ama. Tilgangur -tarfs barnastúkna hef- ur þó ekki aðein« verið þessi. Mikil áhersla hetur venð lögó á að æfa félagana í að stjórna fundum, koma fram á sviði og efla félags- þroska þeirra. í því efni voru þær líka á undan sinni samtíð. Nú taka Forseti (slands ávarpar félaga bst. Æskunnar. Til hægri eru Lilja Harðardóttir gæslum. og Sigþrúður Sigurðardóttir æt. margir undir nauðsyn slíkrar þjálf- unar og í skólastarfi og víðar er kappkostað að veita tilsögn í þeim atriðum. Hér á eftir fylgja frásagnir af af- mælishaldi og starfi í þeim stúkum sem nýlega hafa átt stórafmæli. Hátíð í fjóra daga „Barnastúkan Æskan í Reykjavík var stofnuð 9. maí 1886. Jafnframt því að vera elsta barnastúka landsins er hún einnig elsti félagsskapur barna á íslandi. Okkur sem stöndum að Æskunni fannst því ástæða til að halda veglega upp á afmælið fyrir ári,“ segir Lilja Harðardóttir, gæslumaður stúkunn- ar, í bréfi til blaðsins. Hún heldur áfram: „Fimmtudaginn 8. maí var farið í heimsókn til forseta íslands að Bessastöðum. Frú Vigdís tók á móti okkur við kirkjuna og sagði sögu hennar. Síðan bauð hún okkur að þiggja veitingar. Hún rakti sögu staðarins og leiddi okkur síðan um neðri hæð hússins og nefndi mark- verð atriði sem tengdust hverju þeirra. Að lokum spilaði hún > okkur á gamla spiladós. Höfðu a mjög gaman af ferðinni. - Föstudaginn 9. maí 1986 var tíðafundur í fundarsal Templar^_ hallarinnar og hófst hann kl. 18- L ir fundarsetningu bauð Lilja . ardóttir, 1. gæslumaður. 8® velkomna og þá sérstaklega fru - dísi Finnbogadóttur og heiðurs ^ laga Æskunnar, þau Mörtu ou jónsdóttur, Gissur Pálsson, 0 Hjartar og Ólaf Hjartar. Á fund'n um las ritari, María Gunnarsdótö • fyrstu fundargerð Æskunnar en þa er hún nefnd barnamusteri. Æðstitemplar, Sigþrúður Sigur ardóttir, gaf frú Vigdísi orðið mælti hún hlýlega til félaga Æsku'111 ar.^ Á fundinum voru veittar vit kenningar fyrir góða fundarsókn- ^ afla nýrra félaga og vel unnin stör 1 liðnum árum. Þá voru kjörnir tjo' nýir heiðursfélagar: Sigrún GisS urardóttir, Sigurður Jörgensso • Árni Norðfjörð og Gunnar Porlá s, son, og þeim þökkuð störf Þe'rra, liðnum áratugum. Einnig var Gre ari Dalhoff þakkað fyrir orgelle'n ‘ fundum Æskunnar. Fyrstu skrefin iní

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.