Æskan - 01.05.1987, Blaðsíða 52
Skátadagurinn
i
Á skátadaginn, sem haldinn var
hátíölegur hér á Akranesi 22. febr-
úar sl., var heilmikið um að vera.
Iþróttahúsinu héldu skátar skemmt-
un sem hófst klukkan 12 á hádegi og
stóð langt fram eftir degi. Dag-
skránni var skipt í tvennt: Frá kl. 12
til 17 var í gangi tívolí þar sem bæjar-
búum gafst kostur á að spreyta sig á
ýmsum þrautum. Eftir kl. 17:15 var
svo bingó og ekki voru vinningarnir
af verri endanum! 1. verðlaun voru
flugferð til Kaupmannahafnar fyrir
tvo og 2. verðlaun voru flugferð fyrir
einn með Arnarflugi. í 3. verðlaun
voru kalt borð fyrir tvo á Hótel Loft-
leiðum. — Til mikils var að vinna...
Vegna alls þessa ákvað ég því að
skella mér niður í íþróttahús og
fylgjast með viðburðunum.
Við innganginn fengu allir að-
göngumiða sem einnig gilti sem
happdrættismiði. Auk þess fengu öll
börn að gjöf tannbursta, tannkrems-
túpu og endurskinsmerki.
Inni í húsinu var heilmikið um að
vera. Allir starfsmenn tívolísins voru
fól^
mi'
og
klæddir trúðsbúningum og sanntsI
tívolíbragur var á öllu. Einnig ga ,
gestum kostur á að Iáta mála s’g^
framan. Þarna var heilmargt
saman komið, jafnt ungir sem ga
ir. Allir voru í góðu skapi ^
skemmtu sér hið besta. Hvert so
var litið var eitthvað um að ve.r‘
Tvö stór lukkuhjól voru á svæðin
og þar freistaði fólk gæfunnar. Par t
var vatnslaust „fiskabúr“. Par
yngsta kynslóðin keypt sér veiðil^> ^
og veitt upp úr búrinu ýmislegt o° ‘
stöng. Þarna var líka sitt hvað f|eJ
til skemmtunar, t.d. kúluspih hjþ*
þraut, keiluspil, dósakast, ske1
kast, pínugolf og margt, lTiar|r
fleira. Og maður gat látið taka afs
mynd þar sem hárið og búkurinti
málað á spjald og aðeins sást í an.^
litið. Til dæmis gat maður bæðiverl
ungfrú Heimur og sterkasti ma°
ðaf
heims. Og til að auka á gleðibrag'a
var í horninu spákona sem skyggn.
ist inn í framtíðina. Öðru hyefl^
kom líka fram trúðalúðrasveitin
lék skátalög. Sveitina skiput^
52