Æskan - 01.05.1987, Blaðsíða 25
^ ^ stundaskrá er jassballett, sviðs-
^reyfingar, leikdanslist, tónfræði og
ee,ra sem músíkleikhúsi tengist. Það
ið e'na sem Þar er num'
' ^emendum eru líka kynntar hug-
^xtable-hjónin sögðu Theódóri með
bisk^1 ^ætt' en9inn ver^ur óbarinn
jiÓnir °g starf bindindishreyfingar-
'ánar
Vj °g þeir eru búnir undir að
ua sem leiðbeinendur í barna-og
§m>gastarfi á vegum hennar.
f-^tlunin er ekki að nemendur
^ 1 héðan sem fullmótaðir lista-
Se nn eftir þennan skamma tíma,“
/'r Sívert Engkvist skólastjóri.
nerslan er ekki síður á undirbún-
ingi fyrir leiðbeinendastarfið. Þeir
byrja strax að æfa sig í að stjórna
sjálfir unglingahópum sem æfa söng
og dans.“
Sívert segir að börn og unglingar
hafi mjög mikinn áhuga á að taka
þátt í slíkum námskeiðum og margir
hafi gengið til liðs við bindindis-
hreyfinguna eftir þessi kynni.
Flestir nemendanna eru frá Suð-
ur-Svíþjóð en fréttir um þennan
skemmtilega skóla hafa flogið víða
og nokkrir eru lengra að komnir.
Meðal þeirra er Kalli, 18 ára piltur
frá Östersund. Það var þó ekki
brennandi áhugi á söng og dansi sem
dró hann hingað.
„Nei, áður en ég kom í skólann
hafði ég lítið fengist við það. En ég
hafði starfað mikið í bindindishreyf-
ingunni og vildi mennta mig til að
geta leiðbeint krökkum í félögum
innan hennar."
Tækifæri til að læra söng og dans
og að þjálfa aðra í því er ekki það
eina sem nemendur kunna að meta.
Tilhögun námsins fellur þeim einnig
vel í geð. Áður voru flestir í for-
eldrahúsum og stunduðu nám í
menntaskólum. Nú eru þeir í heima-
vist, tiltölulega fámennur hópur.
„Við erum eins og stór fjöl-
skylda,“ segir Mimmi frá Bromölla
(Brúarmyllu). Hún er 17 ára.
„Hér þroskumst við fljótt. í
menntaskólanum gat maður bara
látið þá lönd og leið sem manni lík-
aði ekki við en hér komumst við ekki
undan því að blanda geði við alla.
Það reynir auðvitað á okkur en við
Við æfingar í Framabrautar-skólanum í
Svíþjóð
lærum líka að leysa úr samskiptaörð-
ugleikum.“
Þegar hún er spurð hvort ekki sé
mikil samkeppni um hlutverk viður-
kennir hún að svo sé, aldrei verði al-
veg komist hjá því að lítilsháttar öf-
und spretti upp en það hvetji nem-
endur líka til að leggja harðar að sér.
Skilyrði fyrir inngöngu í skólann
er að vera félagsbundinn í bindindis-
hreyfingunni. Eftir að námi er lokið
fá þeir sem vilja vinnu í eitt ár sem
leiðbeinendur. Launin eru raunar
ekki há en þannig fæst tækifæri til að
halda áfram að dansa og syngja
— og kynna hugsjónir bindindis-
manna. Það þykir þeim líka nokkurs
virði.
25