Æskan - 01.05.1987, Blaðsíða 27
—en léttir til...
K$ra Æska!
skrítl^ ve* a ^'rta Þessar
^ Heyrt hjá skotfélaginu:
_ «efég ekki hitt þig áöur?
U’ í handlegginn.
^8 svo sagði ég við Sigurð að
'Syldi ekki sjá hann aftur.
Fór hann þá?
" Nei, hann slökkti bara ljósið.
0 f.^^maðurinn: Hve heitt getur
hér um slóðir?
eef °?ð'nn: Svo heitt að ég verð að
v ,n®nunum ísmola svo að þær
P' ekki harðsoðnum eggjum.
^gar hundurinn okkar dó keypti
a^emrna lítinn hvolp. Við höfðum
Urn'n^ att hann í tvær vikur og vor-
ve . reyna að kenna honum hús-
yfjr^rnar- Eitt kvöldið hljóp hann
að | da§blað sem litla systir mín var
VjA6Sa a Sólfinu og sprændi á það.
vjð Urðum fokreiðar — þangað til
eftir því að hvolpurinn
mit !1^ig'ð yfir veðurfréttirnar, ein-
n par sem stóð:
létte,nni partinn verður blautt, en
lr til þegar líða tekur á kvöldið.
^stu kveðjur,
lSndur Katrín Sigurðardóttir,
Flúðaseli 14, Reykjavík.
Eldhúspróf æskilegt!
Halló, Æskupóstur!
Ég ætla að byrja á því að þakka
gott blað, en lengi getur gott batnað.
Er það ekki? Ég varð því mjög
ánægð þegar greinin um Don John-
son kom. Mér hefur ekki fundist
nógu margt höfða beint til míns ald-
ursflokks — 15 til 17 ára.
Draumaprinsinn minn á að vera
dökkhærður, hávaxinn og stæltur.
Hann á að hafa mikinn persónuleika
og vera gæddur ríkri kímnigáfu. Það
væri líka mjög æskilegt að hann gæti
hjálpað til við eldhússtörfin!
Mig langar líka til að spyrja nokk-
urra spurninga:
1. Birtið þið allar sögur sem les-
endur senda ykkur?
2. Má senda ykkur viðtöl sem
þýdd hafa verið úr enskum unglinga-
blöðum?
3. í hvaða skóla þarf ég að fara ef
ég ætla að læra byggingarlist (verða
arkitekt)? En auglýsingateiknun?
Með fyrirfram þökk,
Sirrý.
Svör:
1. Okkur berst meira af sögum en
svo að við getum birt þær allar.
2. Þú mátt senda okkur hvað sem
þú vilt. Hvort við birtum það fer eft-
ir efninu.
3. Arkitektar nema við háskóla
erlendis — eftir að stúdentsprófi er
lokið. Námið tekur 4 — 5 ár. Aug-
lýsingateiknun er kennd í Mynd-
lista-og handíðaskólanum. Þeir
sem hyggjast stunda þar nám þurfa
að senda myndir til skólans. Yfir
þœr er farið og valið úr þeim. Ákv-
eðinn hluti fœr að þreyta inntöku-
próf um vor. Þeir sem það standast
mega hefja nám að hausti. Það tek-
ur 4 ár.
Á(tti) 11 ketti
Halló, kæra Æska!
Mér finnst þú alveg frábært blað
en þó mættu vera fleiri þrautir en
hafa verið.
En ég ætla að segja lítið eitt frá
heimkynnum mínum. Ég á heima í
Árnessýslu, nánar tiltekið í Hruna-
mannahreppi. Það er æðislegur
hreppur. (!) Pabbi er bóndi og á 34
kýr, 97 kindur og nokkra hesta. Sjálf
á ég 11 ketti en þeim fer nú að fækka.
Ég er 11 ára og hér er ágætt félags-
líf fyrir minn aldurshóp.
Mig langar að lokum að spyrja
hvað páfagaukur kostar — og búr
með venjulegum fylgihlutum.
Með fyrirfram þökk,
Magga.
Páfagaukar kosta 1400 krónur
(1200 ef búr er einnig keypt)
— ódýrustu búrin kosta 3.370 kr.
27