Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1987, Blaðsíða 30

Æskan - 01.05.1987, Blaðsíða 30
Allt fram á þessa öld átti margt fólk á Islandi tvísýnan leik þar sem var að afla sér matar, — eiga nóg fyrir sig og sína að borða. Menn urðu að afla þegar tækifæri var til og birgja heimilin að hausti. Þá þurfti að eiga fóður fyrir búfé og mat fyrir heimafólk, því að víða var fátt um úrræði til að bæta úr fyrr en voraði. Máltækið segir að ekki sé minni vandi að gæta fengins fjár en að afla þess. Það þurfti að fara vel með, — gera sem mest úr því sem aflaðist og til féll. Það er kallað nýtni að nota allt sem hægt er að gera sér eitthvað úr. Og nýtnin þótti mikils virði. Þess vegna er máltækið: Því áttu svo fátt að þú nýtir ekki smátt. Þetta kann að sýnast óþarfur for- máli þar sem á að tala um fráfærur. Það er þó ekki óviðeigandi því að fráfærurnar voru þáttur í því að gera sem mest úr því sem til féll. Sauður er sameiginlegt heiti á öllu sauðfé eins og naut nær yfir allt nautakyn. Kýr og kálfar eru naut- gripir. Ær og hrútar og lömb er allt saman sauðfé og misjafn sauður í mörgu fé eins og máltækið segir. Ærnar voru stundum nefndur ásauð- ur. En eitt af því sem setti svip á vor- ið, og gerir enn í sveitum, er sauð- burðurinn. Það er sá tími er lömbin fæðast, — ærnar bera. Oft var fábreyttur matur á heimil- um að vorinu og því var skiljanlegt að girnilegt þætti að komast í móður- mjólk lambanna og deila henni með þeim. Því var stundum farið að stía þegar lömbin voru nokkurra daga. A flestum bæjum eða öllum voru til stekkir sem til þess voru ætlaðir. Stekkurinn var rétt, opin tóft með veggjum sem kindur fóru ekki yfir. Þessari tóft var skipt í tvennt með hlöðnum vegg. Innri hlutinn var minni og nefndist lambakró. Ærnar með lömbum sínum voru reknar í stekkinn að kvöldi og lömbin byrgð í lambakrónni en ærnar látnar frjálsar ferða sinna. Þær vissu af lömbum sínum og fóru ekki langt frá þeim og voru því nærri stekknum. Að morgni voru þær reknar í stekkinn og mjólk- aðar. Flestar ærnar voru einlembdar og það var venja að mjólka ekki nema annað júgrið svo að lambið gæti sogið hitt þegar þeim var hleypt út. Svo komu fráfærurnar. Þegar lömbin voru orðin nokkurra vikna voru þau færð frá ánum. Þau voru látin í hús þar sem ærnar vissu ekki af þeim. Morguninn eftir voru ærnar reknar í kví og mjólkaðar og síðan reknar í haga. Fyrst í stað hlupu þær gjarnan þangað sem þær höfðu sein- ast haft lömbin hjá sér en þær hættu því og urðu afjarma eftir fyrstu dag- ana. Lambanna var gætt heima við að deginum fyrst í stað en eftir nokkra daga voru þau rekin í sumar- haga. Þau máttu ekki hitta mæður sínar fyrstu vikurnar. Nú voru ærnar orðnar kvíaær og til þess þurfti sérstakt uppeldi. Þæg- ar kvíaær áttu helst að skila sér áleið- is að kvíabóli kvölds og morgna. Það átti smalinn að kenna þeim. Fyrst í stað eftir fráfærur var se , yfir ánum. Smalinn fylgdi Þell110l, íiaga, leit eftir þeim, fór fyrir þ®r Jj hélt hópnum saman eftir þörfut^ - rak þær heim til kvöldmjalta. ustu árin sem fráfærur tíðkuðu voru sumsstaðar komnar til að geyma kvíaær í um nætur. var kallað nátthagi. Annars sta ^ voru ærnar geymdar í kvínni að bíta úti undir eftirliti eftir kvö 1 mjaltir og fyrir morgunmjaltir. Það fór svo eftir atvikum hyef lengi var setið hjá ánum að deg11111’ og þær byrgðar um nætur. En Þejjj því var hætt áttu þær að hafa teK'n þeirri tamningu sem nægði. Smahn bar ábyrgð á þeim. Hann átti að sk> þeim í kvína á réttum tíma kvölds r morgna. har. eignar smali fé, þó engan eigi inn n Sauðinn, segir máltækið. Smal- að h Um sinar ær °§ hann þurfti e.^Na Þasr frá öðru fé sem stund- stUn ,ar 1 sömu högum. Hann þurfti hUn Urn að eltast við fé og oft fékk spn æfíngu í hlaupum, — bæði Siuai- '*auPÍ og þolhlaupi. Margur sína !nn fékk útrás fyrir keppnisþörf Ur s 1 tVlsýnum leik við óþægar kind- aöjj.t'1! Vl'du annað en honum þókn- vpr_' Pað gat verið mikið uppeldi að haðmali' a5 I var metnaðarmál hvers smala ^ . a engar ær sínar missa máls, kvfare' að koma þeim alltaf öllum til ’hjalt 1,1 ^rgunmjalta og kvöld- Varð a^n einhverja vantaði, þá áttj s9u *yha, — leita og finna. Víst rnalinn marga reynslustund og sumar erfiðar þar sem hann með hundi sínum leitaði týndra sauða. En alltaf fylgir líka fögnuður því að finna hið týnda. Fráfærurnar voru gerðar í þeim tilgangi að mjólkin yrði mannamat- ur. Konur mjólkuðu í kvíum og mjólkin var borin til bæjar þar sem henni var breytt í smjör, skyr, ost og mysu til daglegrar neyslu, vetrar- forða eða söluvöru fyrir aðrar nauð- synjar. Af því öllu saman er mikil saga. Og þá sögu er líka gott að þekkja. „Fögur er hlíðin. — bleikir akrar og slegin tún,“ sagði Gunnar á Hlíð- arenda. „í hlíðum smalar hóa og hjarðir renna á ból,“ segir skáldið. „Komið er heim í kvíaból kýrnar. féð og smalinn.“ Þannig tengist atvinnulíf og búfé ásýnd landsins og verður hluti af því. Saga og þjóðlíf rennur saman við sögusviðið og leiftur þaðan geymast í einstökum ljóðlínum. Jónas Hall- grímsson rifjaði upp með frönskum heiðursgesti úti í Kaupmannahöfn fegurð og mikilleik þess sem hann hafði séð á íslandi: „þar sem að una hátt í hlíðum hjarðir á beit með lagði síðum.“ Þannig á sauðkindin sér í hugum margra fastan sess í svipmóti lands- ins þó að fráfærur séu nú aflagðar. Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli. 30 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.