Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1988, Page 4

Æskan - 01.02.1988, Page 4
Sögur af snjókerlingum og snjókörlum Frá nemendum 2. bekkjar A í Melaskóla Nemendur í 2. bekk A í Melaskóla sömdu sögur og teiknuðu myndir við þær í kennslustund hjá kennara sínum, Þóru Harðardóttur. Við birtum hér nokkrar þeirra. Einu sinni var snjókarl. Hann hét Tóti. Honum fannst gaman að leika við börn. Börnunum fannst líka gaman að leika við hann. Ein stelpan hét Tóta. Henni þótti mjög gaman að leika við Tóta. Bjöm Róbert. Einu sinni var stelpa. Hún hét Kata. Eitt sinn bjó hún til fallegan snjókarl. Þegar því var lokið kom sólin und- an skýjunum og byrjaði að bræða hann. Kata var þá ákveðin í að gera nýjan snjókarl þegar snjóaði aftur. Einu sinni var lítil stelpa sem hét Anna María. Hún var 3 ára. Hún átti heima á Marargötu 15. Hún átti þrjár systur og tvo bræður. Einn dag byrjaði að snjóa. Önnu Maríu langaði til að leika sér í snjónum. „Mamma, mig langar út,“ sagði hún við mömfflU sína. „Ég skal fara með þér,“ sagði Hrafnhildur, stóra syst- ir hennar, en hún var 13 ára. Mamma klæddi Önnu Maríu og Hrafnhildur tók fram snjóþotuna. Anna María og Hrafnhildur bjuggu til snjókarl og snjókerlingu. Eftir það fóru þær heim aftur og fengu sér heitt kakó og kökur. Anna María var orðin þreytt og syfjuð og sofnaði síð- an. Ásgerður Ama Sófusdóttir. Einu sinni var Ólöf litla úti í garði. Hún var að búa til snjókarl. Mamma kom út og þá sagði Ólöf: „Viltu koma í gönguferð?“ „Hvert?“ spurði mamma. „Niður í Hljómskálagarð,“ sagði Ólöf. Síðan fóru mæðgurnar niður í Hljómskálagarð. Ólöf og mamma hennar fóru líka niður að Tjörn og gáfu öndunum. Mamma hennar sagði: „Eigum við að fara inn á veitingastað og fá okkur eitthvað að drekka?“ „Já, það skulum við gera.“ Ólöf litla fékk snúð og kakó. Kristín. Guðný. 4 ÆSKAH

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.