Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1988, Page 7

Æskan - 01.02.1988, Page 7
Höfundur: Ingibjörg Salóme SigurÖardóttir 14 ára j’Hittumst í skólanum,“ svo er hann horfinn út í myrkrið. VÁÁ, ég er ást- íangin. . . Laugardagur og sunnudagur silast afram og mánudagurinn rennur loksins UPP- Fer í skólann, sé hann. Hann heils- ar ekki. Mér bregður, heyri að stelpurn- eru að pískra. Var þetta þá ekkert? °ooo, ég er fífl. vel. Hann hvíslar að mér hvort ég vilji byrja með sér. Ég verð orðlaus, kreisti svo upp „já“ og brosi. Hann brosir líka. Hjúfrum okkur hvort að öðru, erum ein í heiminum. Mér er alveg sama um alla aðra, nú snýst allt um hann. Myndin var góð. Við göngum um miðbæinn, örfáir bílar bruna eftir Lækj- argötu. Það er enginn fótgangandi á En í frímínútunum kemur hann og ®ar við mig. Ég verð himinlifandi. ann spyr hvort ég vilji koma í bíó í 'óld. Ég segi já og hann nefnir stað og jjttind. Dagurinn líður hægt, að endingu voldar. Ég fer niður í bíó, hann stendur Parna einn. Það lifnar yfir honum þegar ann sér mig. Við förum inn, setjumst á a tasta bekk. Sýningin hefst, hann læðir andleggnum yfir axlir mínar, mér líður ferli. Við göngum niður að Tjörn, setj- umst þar og horfum á endurnar. Hann brosir. Svo förum við að tala hvort um annars hagi. Hann segir að pabbi sinn sé drykkjumaður, alltaf blindfullur, hafi farið fjórum sinnum í meðferð en alltaf fallið aftur. Mamma hans er líka dálítið drykkfelld svo að hann þarf að mestu að hugsa um sig sjálfur. Hann er einbirni. Segist hata foreldra sína, þeim sé alveg sama um sig, hann geti verið eins lengi úti og hann vilji. En hann hefur lifað við þetta í meira en fimmtán ár, hann ætti að geta þolað þetta eitt ár enn. Þá ætlar hann að leigja sér lítið herbergi. „En ætli það endi ekki með að þau skilji,“ segir hann, brosir þó. Ég bráðna og vorkenni honum. Ég segi honum frá fjölskyldu minni. Pabbi er arkítekt, mamma vinnur í snyrtivörubúð. Ég á einn bróður, 24 ára, hann er farinn að búa með kærustu, þau eiga von á barni. Segi honum að stund- um þoli ég ekki mömmu, það þarf allt að vera svo fullkomið hjá henni. Spyr hann hvort hann hafi verið með mörgum stelpum. Hann brosir kankvíslega og hristir höfuðið. Segist ekki vilja vera með hverri sem er. Ótrúlegt hvað við þekkjumst lítið þó að við höfum verið svona lengi saman í bekk. En svona er h'fið. Við röltum heim, hann gengur með mér upp að dyrum, kyssir mig og brosir. (Sagan hlaut aukaverðlaun í samkeppni Æskunnar og Rásar 2 1987)

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.