Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1988, Síða 10

Æskan - 01.02.1988, Síða 10
liðinu þurfa að færa miklar fórnir. Stundum er æft í hádeginu og svo aftur kl.4 eða síðar að deginum. Það gefur því augaleið að þeir sem vinna tímavinnu verða oft að sleppa eftirvinnunni. Einar segir að langskólamennirnir í liðinu eigi betra með að fella námið að æfingunum. „Ég gerði mér ekki almennilega grein fyrir því hvað ég þyrfti að leggja mikla vinnu á mig þegar ég var valinn fyrst í liðið,“ heldur Einar áfram. „Helsti galli minn í upphafí var sá að ég var of góður við sjálfan mig, lagði ekki nógu hart að mér. Mér varð fljótlega ljóst að lands- hðsmenn litu ekki á æfingarnar sem skemmtun og afþreyingu heldur alvar- lega og markvissa vinnu. Hérlendis æfa félagslið og landslið jafnmikið og at- vinnulið erlendis. Þetta er langt frá því að vera leikur! Enda var ég fljótur að bæta mig á æfingunum.“ - Átt þú eins og fleiri landsliðsmenn erfitt með að sofna eftir erfiða leiki? „Já, einkum eftir sigurleiki sem skiptu máli og einnig eftir leiki sem áttu að vinnast en töpuðust. Maður fer aftur og aftur yfir leikina í huganum og ef eitt- hvað hefur farið úrskeiðis reynir maður að komast að því hvað olli.“ - Hvað hefurðu oftast fengið boltann í andlitið í einum leik? „Fimm sinnum. Það var í leik á Spáni. Það átti hreinlega að skjóta mig út úr markinu. Tvö skotanna fékk ég í haus- inn eftir víti. Ég var dálítinn tíma að jafna mig á þessu og stóð ekki á sama um andlitið á mér í næstu leikjum á eftir.“ - Ertu ánægður með feril þinn fram að þessu þegar þú lítur yfir hann? „Já, ég get vel við unað. Reyndar er ég 10 aldrei fyllilega ánægður með sjálfan mig því að mér finnst oftast að ég hefði getað gert betur. En maður er þakklátur fyrir að hafa átt velgengni að fagna og að hafa komist í landsliðshópinn. Það eru fleiri kallaðir en útvaldir.“ - Er auðvelt að taka þig á taugum í leik? „Nei, ekki þegar maður er kominn með jafnmikla leikreynslu og ég hef. Auðvitað lendir maður í leikjum þar sem margir þættir ganga ekki upp en þannig er gangur Hfsins. Leikmenn eru í mis- jafnlega góðu formi. Velgengni í leik byggist m.a. á góðri einbeitingu. Þjálfar- inn veit hvað hægt er að leggja mikið á einstaka leikmenn, í hvernig formi þeir eru, og er fljótur að skipta um mark- menn ef hann sér að þeir eru þreyttir. Stundum snýst dæmið við og það er markvörðurinn sem tekur leikmennina á taugum, t.d. ef hann ver mörg skot í röð, hreinlega lokar markinu, og eins þegar hann ver víti.“ - Horfirðu á myndbönd eftir leiki til að athuga hvernig þú hafir staðið þig? „Já, einkum ef mér hefur ekki gengið nógu vel. Þá reyni ég að sjá hvað var að, hvort ég þurfi að breyta hreyfingunum eitthvað o.s.frv. Myndböndin geta verið gagnleg að þessu leyti. Maður sér leikinn frá öðru sjónarhorni.“ - Geturðu nefnt einhverja eftirminni- lega leiki? „Já, þegar við unnum heimsmeistara Vestur-Þjóðverja, 13-11, í öðrum lands- leik mínum og svo sigur gegn Austur- Þjóðverjum mánuði seinna, 18-15. í þess- um leikjum fékk maður mikið sjálfs- traust.“ - í viðtali við ALskuna í síðasta jóla- blaði lét Guðmundur Guðmundsson illa af íþróttafréttamönnum. Hvað finnst þér um skrif þeirra? „Ég get tekið undir margt af því sem hann sagði. Oft eru íþróttafréttir ekki skrifaðar af sanngirni heldur hreinni til- finningasemi. íslenskir fjölmiðlamenn mega þó eiga það að þeir eru betri en erlendir starfsbræður þeirra sem sja íþróttakappleiki annað hvort í svörtu eða hvítu. Stundum finnst mér að faglegu mati sé ábótavant í skrifum hér heima. Sem dæmi má nefna þegar við kepptum á móti Pólverjum fyrir jól og unnum þá með 6-7 marka mun. Þá sögðu blöðin að Pólverjar hefðu verið lélegir. Reyndin var hins vegar sú að við vorum í mjög góðu formi.“ Á tónleikum í Los Angeles Einar er framkvæmdastjóri handknatt- leiksdeildar Vals. Að aukastarfi hjálpat hann konu sinni við útstillingar á vörum í búðargluggum. Þar kemur sér vel að vera smiður að mennt. Hann segist lítinn sem engan tíma hafa til tómstundaiðk- ana. En hvert skyldi umræðuefnið vera þegar handknattleiksmenn og konur þeirra koma saman. Er rætt um nokkuð annað en handknattleik? —ÆSKAN í landsleik gegn Svíþjóð í Heimsmeistarakeppninni í Sviss árið 1986. Einar varði þetta skot glæsilega. DV-mynd

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.