Æskan - 01.02.1988, Page 16
Bárujárnsþraut
Að beiðni þungarokksaðdáanda
frá Patreksfirði leggjum við fyrir
ykkur þraut. Þið eigið að bæta
réttum stöfum inn í eyðurnar í
setningunum hér á eftir. Svör
sendið þið síðan til Æskunnar,
pósthólfi 523, 121 Reykjavík.
Merkið bréfið „Poppþáttur -
Bárujárnsþraut“. Munið að
merkja bréfin nafni ykkar og
heimihsfangi því að við drögum úr
réttum lausnum og sendum
þremur heppnum hljómplötur.
1. Söngvari bárujárnssveitarinnar
E---------u frá Sv—þj-ð kallar
sig J—e— Te-pes—.
2. Fyrsta plata glysjárnssveitar-
innar Pois-n, „Lo-k Wha-
The Cat Dr-g- In“, sat vikum
saman í efstu sætum bandaríska
vinsældalistans síðasta sumar og
er enn á lista yfir 40 vinsælustu
plöturnar þó tvö ár séu frá út-
komu hennar.
3. Léttbárujárnssveitin-----r-----
—j--------ir endurvöktu á síðasta
ári gamlan takts- og trega-slagara,
„K- — —u í pa—t—“, eftir
Magn-s Eir-kss-n, með þeim
árangri að lagið sat mánuðum
saman á vinsældalista Bylgjunnar.
4. Bandaríska bárujárnssveitin
Stry-er náði miklum vinsældum í
fyrra með plötunni „T------fj-----
—a — — m—ð þ— — — v— —d
—“ (heitið er íslenskað) og vakti
jafnframt athygli fyrir að boða
kristna trú í öllum textum á plöt-
unni.
5. Bandaríska grínhljómsveitin
Bes-ie boy- náði mikilli hylh
fyrir lagið „Figh- For Your
Rig-t To Pa-ty“ og nýstárlega
blöndu af bárujárnsrokki og
blökkumannaþulum, svokölluðu
rabbi (,,rap“)
Mý roKKKynslc
Ný og harðsnúin kynslóð hefur
haslað sér völl í rokkmúsíkhfinu
hérlendis. Hún er skipuð hressu
fólki um tvítugt. Einkenni hóps-
ins er rafmagnað keyrslurokk 1
einfalda kantinum, hráar útsetn-
ingar, hrjúfir textar sem spegla
tilfinningar ungs fólks, fulls af
sköpunargleði. Lífskraftur þessa
hóps markast m.a. af því að hlut-
irnir eru framkvæmdir um leið og
hugmynd fæðist, óháð því hversu
ígrunduð hún er og hvort sem utf>
tónleika eða plötuútgáfu er að
ræða.
Bleiku bastarnir
Aðalfulltrúar nýju rokkkyn-
slóðarinnar eru líklega Bleiku
bastarnir og Sogblettir. Aðrir sem
sett hafa mark sitt á nýju rokk-
hreyfinguna eru Johnný
Triumph, Svart-hvítur draumur
Johnný Triumph
16
ÆSKAN