Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1988, Blaðsíða 18

Æskan - 01.02.1988, Blaðsíða 18
Popphólfið Shakin' Stevens Getið þið skrifað aðdáendaklúbbi Shakin’ Stevens fyrir mig? Hvar get ég pantað plötur með honum? Hvar get ég pantað gamlar plötur með Bubba Morthens? Kær kveðja, Helgi Steinar Felixson, Ljósalandi, Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði. Við værum komnir nokkuð langt út fyrir starfssvið okkar ef við tækj- um að okkur bréfaskriftir. En ef þig langar til að senda Stebba Skjálfta h'nu þá er póstáritun hans þessi: Shakin Stevens, 17-19 Soho Square, London Wl, England. Þú gætir t.a.m. sent honum kveðju þegar hann verður fertugur 4. mars n.k. Það myndi gleðja hann, konu hans, börn þeirra þrjú og jafnvel öll 10 systkini hans! Plötubúðin, Laugavegi 20, og Gramm, Laugavegi 17, báðar í Reykjavík, eru með pöntunarþjón- ustu á gömlum plötum útlendum. Grammið selur jafnframt plötur með Bubba Morthens en Bubbi er einn af eigendum þess fyrirtækis. Reyndar gáfu Iðunn, Steinar hf., Skífan, Hug- renningur o.fl. út músík Bubba þangað til hann gekk til liðs við Grammið 1984. Síðan hefur Grammið keypt útgáfuréttinn af Skífunni og Hugrenningi en Steinar hf. selja eitt- hvað af allra elstu plötum Bubba. Kæra Æska. Þið mættuð urlandahljómsveitir. I margar góðir hljómsveitir eins og t.d. Evrópa frá Svíþjóð. Viltu birta heim- ilisfang hennar.yffifiptöis ’ Guðrún Finnsdóttir Við getum samþykkt að íslenskir fjölmiðlar eigi að gefa frændum okkar í Skandinavíu meiri gaum. Aftur á móti er erfiðara að nálgast upplýsing- ar um skandinavíska poppara en t.a.m. engilsaxneska nema þeir skandinavísku hafi fyrst náð vinsæld- um í Bretlandi, Bandaríkjunum eða Þýskalandi. Til dæmis að taka flett- um við 11 tölublöðum af Vi unge og Det nye í von um að finna eitthvað um Dodo og The Dodos. Það reynd- ist árangurslaust. En við reynum að gera okkar besta. Póstáritun Evrópu er: Europe Fan Club, 51 West 52nd Street, New York, Ny 10019 - USA. Pungarokk Hæ, kæra Popphólf! Mér finnst vanta þraut fyrir þunga- rokkara. Hér á Patró eru margir þungarokksaðdáendur og þeir eru áskrifendur að Æskunni. Með kærri kveðju, Smári Jósepsson, Mýrum 17, - Patreksfirði. Gjörðu svo vel: Annars staðar í Popp- þættinum finnur þú og félagar þínir í Þungarokksdeild Patreksfjarðar þraut til að spreyta ykkur á. Dagatöl og veggmyndir Hæ, hæ, Popphólf. Það væri flott að hafa tvær myndir af poppurum eða íþróttamönnum á sama veggspjaldinu, hvora sínum megin. Hvernig væri að hafa nokkrar myndir af poppstjörnum á sömu blaðsíðunni og svo auglýsingu hinu- megin svo að maður gæti klipp1 myndirnar út? Svo mætti hafa daga- tal yfir sama mánuð og blaðið kemur út og setja inn á dagatölin myndir og afmæhsdaga hljómsveitarmanna. Bless. Bettína, Hraunbœ. Þetta eru góðar hugmyndir sem vert er að athuga betur. > f >•• -•••' sbAM§§r Hæ! ••••••• Getur þíj''sagt*^ér hvaða plötur þeir í Stuðmqnnum hafa spilað inn á, t.d. með Spilverkinu, Þursum og fleirum. U.G. Við getum ekki birt í heilu lagi lista yfir allar þær hljómplötur sem liðs' menn Stuðmanna eru við riðnir. Til þess þyrftum við að verja nokkrum blaðsíðum af blaðinu. Liðsmenn Stuðmanna hafa nefnilega ekki aðeins gefið út fjölda sólóplatna og starfað ' hljómsveitum á borð við Spilverkiðj Hrekkjusvín, Þursana, Beinasynfón- íuna, Grýlurnar, Pelican, ískross, Hvítárbakkatríóið, Brunaliðið, Frakkana, Egó, Jolla og Kóla o.m.fl- heldur hafa þeir jafnframt átt hlut- deild í tugum platna, s.s. með Gunn- ari Þórðarsyni, HLH-flokknum, Bubba Morthens, Engilbert Jensen, Steinku Bjarna, Heimavarnarliðinu, Guðmundi Árnasyni, Megasi, 01gu Guðrúnu o.m.m.fl. Hitt er athugandi og gæti þesS vegna hafist í næstu tbl. Æskunnar að rekja plötuferil sérhvers „stuð- manns“, eins þeirra í hverju tölu- blaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.