Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1988, Page 26

Æskan - 01.02.1988, Page 26
KENNSLUSTUND Svona er það í Skútuskóla - Framhaldsþættir eftir Iðunni Steinsdóttur Hér kemur smáleikþáttur úr Skútuskóla. Hann gerist í stærstu kennslustofunni þar sem gólfpláss ersvo rúmt að allirgeta gengið um, að minnsta kosti ej þeir eru grannir. Annars hejði líka verið erjitt að leika hann. Leikendur eru 19. Það er tilvalið að nota þetta leikrit í skólanum aj því að svo margir getajengið hlutverk. PERSÓNUR: Fullorðnir: Kennarinn, Sigríður kennaranemi, Björn kennaranemi, yfirkennari, Sara aðstoðarstúlka tannlæknis, skrifstofustúlka, górilluapi. Börnin í bekknum: Sylvía, Ásthildur, Ásta, Ingibjörg, Jóna, Ólöf, Lilja, Þórólfur, Steinar, Svavar, Halldór, Bergsteinn. (Kennarinn og tveir kennaranemar koma inn í stofuna.) Kennarinn: Jæja, þetta er nú stofan okkar. Ég býð ykkur hjartanlega vel- komin og vona að ykkur gangi vel að kenna börnunum. Þau eru bestu skinn þó að þau séu stundum pínu- lítið óþekk. Bjöm: Ég er ekkert hræddur um að okkur gangi illa. Við erum búin að undirbúa okkur svo vel. Sigríður: Við ætlum líka að leyfa börnunum að tala eins og þau vilja. Það stendur nefnilega í bókunum 26— okkar að kennarinn eigi ekki að kúga börnin. Bjöm: Já, þetta er sko munur eða þegar ég var í barnaskóla. Þá mátti maður aldrei segja orð og kennarinn kleip mig í eyrun ef ég missti eitt- hvað út úr mér. Sigríður: Uss, þú hefur nú örugglega aldrei þagað. En ég er alveg viss um að börnin eru þægari þegar þau fá að vera svona frjáls og þurfa ekki alltaf að sitja þegjandi. Kennarinn: Við skulum vona það. (Bjallan hringir. Börnin koma inn í stofuna með miklum hávaða og lát- um.) Kennarinn: Jæja krakkar mínir. Hérna eru komnir tveir kennaranem- ar sem ætla að kenna ykkur í nokkra daga. Þau heita Sigríður og Björn. Nú gef ég þeim hér með orðið. Sigríður: Hæ, krakkar, mikið er gaman að fá að vera hjá svona dug- legum og góðum börnum. Bjöm: Já, það má nú segja. Sigríður: Jæja, það er best að snúa sér að efninu. Við ætlum að byrja á samfélagsfræðinni. Þið eruð víst að lesa bókina um fólkið í Furuvík. Svavar: Oj, hún er svo leiðinleg. Við viljum heldur lesa myndasögur. Steinar: Eða hlusta á kassettur. Halldór: Af hverju megum við bara ekki fara í fótbolta? Kennarinn: Uss, hættið þið þessu masi. Bjöm: Ég var að lesa í þessari bók í gær og mér fannst hún mjög skemmtileg. Þið voruð víst komin út í kaflann um það hvernig fólkið í Furuvík ferðast til næstu byggðar- laga. Lilja: Já, þeir fara á puttanum. Ásta: Og renna sér á rassinum. Kennarinn: Hættið þið þessum fífla- látum. Það er óþarfl að vera með gestalæti þó að nemarnir séu hér. (Allir þagna og fara að taka eftir.) Sylvía: Það er ekki hægt að fara á bíl til Furuvíkur. Sigríður: Nei, það er alveg rétt. En hvernig ætli standi nú á því? Þórólfur: Það liggja engir vegir þangað, það eru svo há og brött fjöll í kringum víkina. Sigríður: Það er alveg rétt. Og nú skulum við athuga hvernig er þá hægt að ferðast til Furuvíkur. (Barið að dyrum og inn kemur Sara.) Sara: Góðan daginn hér. Hvernig ÆSKAN J

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.