Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1988, Page 28

Æskan - 01.02.1988, Page 28
í skólann. Sylvía: Ég líka. Það er alltaf verið að gera upp á milli okkar hér í skólan- um. Jóna: Það finnst mér líka. Skrifstofustúlkan: Þú hefur ekkert við strætómiða að gera. Þú býrð rétt hjá skólanum. Ingibjörg: í skólanum þar sem frænka mín er þar fá allir strætó- miða, líka þeir sem búa við hliðina á skólanum. Halldór: Byrjar hún enn með þessar frænkusögur sínar. Svavar: Hvað áttu eiginlega margar frænkur? Steinar: Ábyggilega hundrað! Bergsteinn: Nei, þúsund. (Skrifstofustúlkan hristir höfuðið og fer.) Kennarinn: Góðu krakkar mínir, hafið þið nú ekki svona hátt. Við skulum leyfa nemunum að komast að. Bergsteinn: Ég er orðinn hundleiður á þessari Furuvíkursögu. Getum við ekki lært eitthvað annað? Kennarinn (við nemana): Viljið þið ekki hvíla ykkur smástund og ég skal láta þau vinna í móðurmáli? Björn og Sigríður: Jú, takk. Við för- um þá kannski fram og fáum okkur kaffisopa. Svavar: Vá, megum við það ekki líka? Sigríður: Ég skil bara ekki hvað þetta hefur gengið illa. Eins og við vorum þó búin að undirbúa okkur vel. Björn: Já, það má nú segja. (Þau fara.) Kennarinn: Jæja, krakkar mínir, verið þið nú til friðs svolitla stund. 28= Flettið upp á æfingu 35 í móðurmál- inu. Sumir: Úúú.......... Steinar: Þetta er svo leiðinlegt. Jóna: Af hverju fáum við aldrei að sjá bíó? Kennarinn: Svona hættið þið nú þessu relli og farið að skrifa. (Börnin fara að skrifa. Bergsteinn og Jóna sitja og horfa dreymandi út í loftið. Ásta kemur.) Ásta: Ingibjörg á að fara til tann- læknis. (Ingibjörg stendur upp og fer út.) Jóna: Var þetta ekki vont? Ásta: Jú, ég er dofin alveg aftur á hnakka. Halldór: Hvenær fæ ég að fara til tannlæknis, ég er alltaf með tann- pínu? Þórólfur: Og ég er með lausa tönn. Má ég fara og láta draga hana úr mér? Kennarinn: Þið fáið að fara þegar röðin kemur að ykkur. Þegið þið nú og haldið áfram að skrifa. (Svavar rennir sér hljóðlega undir borðið með vasadiskó og fer að hlusta á það.) Steinar: Ég er búinn! Halldór: Kennari, ertu með klósett- rúllu? Hann er búinn! (Allir hlæja.) Sylvía: Ég er líka búin með æfing- una. Lilja: Ég líka. Megum við spila? Kennarinn: Já, já passið þið bara að hafa ekki hátt. (Lítur á Jónu og Bergstein.) Hvað er að sjá ykkur. Er- uð þið ekki byrjuð að vinna!? Bergsteinn: Hvað!? Átti að gera eitt- hvað? Jóna: Ég var bara að hugsa. Er kannski bannað að hugsa í skólan- um? Kennarinn: Svona byrjið þið nú strax, hin eru að verða búin. Ásta: Ég er búin! Má ég fara í skotið og lesa? Halldór: Ég líka! Má ég líka lesa? Kennarinn: Allt í lagi. (Þau fara í skotið með bækur.) (Þeir sem eru að spila byrja að rífast, síðan að slást. Halldór og Ásta byrja líka að rífast. Hinir fara að masa. Svavar gleymir sér og fer að syngja með diskóinu og dansa um gólfið.) Kennarinn: Krakkar! Ég er alveg að gefast upp á ykkur! Ég er viss um að þó að górilluapi kæmi hér inn á mitt gólf þá yrðu ekki meiri læti en eru hérna núna. (Dyrnar opnast og górilluapi kemur gangandi inn og veifar til krakkanna. Allir hætta að rífast og fara að horfa á górilluna.) Steinar: Vá, maður. Er þetta nýr kennaranemi!? Kennarinn: Nei, nú stend ég ekki lengur í þessu! Ég er farin! (Hún hendir móðurmálsbókinni á borðið, fer út og skellir á eftir sér. Górillan fer að kennaraborðinu og tekur upp bókina. Byrjar að lesa): Górillan: Va, va, va,.... Þórólfur: Svakalega er hann góður í móðurmálinu! Halldór: Hæ, krakkar, kennarinn er farinn. Komum út í fótbolta! Allir: Já, já, loksins er eitthvað gam- an í skólanum, húrra, húrra! (Þau hlaupa út.) Górillan: VA, VA, VA (hleypur á eftir þeim með bókina í krumlun- um). BJALLAN HRINGIR- ÆSKAN

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.