Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1988, Síða 29

Æskan - 01.02.1988, Síða 29
!■ Hvemig cr að eiga heima í Keflavík? Sesselja Ómarsdóttir B ára: Það er alveg frábært. Ég hef átt heima hér og í Garði til skiptis, tvisv- ar sinnum á hvorum stað. Pabbi minn er úr Garði en mamma frá Keflavík. Ég kann vel við krakkana hérna. Íþróttalífið er gott. Ég æfi sund fimm sinnum í viku. Það er mikill áhugi á sundi hérna. Eyþór ðrn Haraldsson 13 ára: Ég hef átt hér heima í 6-7 ár og kann vel við mig. Félagsstarfið í skólanum er mjög gott. Ég fer oft í fótbolta og körfubolta með félögunum og svo þykir mér gaman að fara í kvik- myndahús. Ferðalög eru líka eitt af aðaláhugamálum mínum. - Eftirlæt- is-námsgreinin m£n er stærðfræði en stafsetningin er leiðinlegust. *SKANi Helgi Birkir Þórisson 12 ára: Ég hef átt heima hér frá fæðingu. Ég á marga vini og æfi knattspyrnu, körfubolta, handbolta og golf á sumr- in. Nei, ég á enga kærustu. Ég var hins vegar í hálft ár með stelpu þegar ég var í 5. bekk. Það eru margir krakkar á mínum aldri á föstu. Kennararnir í skólanum eru mjög góðir. Sigríður Jenný Svansd.13 ára: Það er alveg ágætt að eiga heima í Keflavík. Ég á marga vini af báðum kynjum. Ég hef átt hér heima mest- alla ævi. Ég átti heima í Flórída í Bandaríkjunum í þrjú ár og fluttist aftur hingað í haust. Jú, það var dá- lítið erfitt að hefja aftur nám í ís- lenskum skóla eftir að hafa misst úr þrjá bekki. - Áhugamál mín eru tón- list, lestur unglingabóka og kvik- myndir. Laeila Jensen 13 ára: Ég hef átt hérna heima alla tíð og kann mjög vel við mig. Félagslífið er ágætt í skólanum og gott og fjölbreytt íþróttalíf. Helstu áhugamál mín eru hestar, sætir strákar, skíðaferðir - og svo syndi ég oft. Ég fer í opið hús, diskótek og aðrar skemmtanir í skól- anum. Trausti Freyr Reynisson B ára: Ég er einn af mörgum sem hafa dval- ist hér alla ævi. Þetta er mátulega stór bær og Holtaskóli er góður. Áhuga- mál mín eru að vera á hjólabretti, setja saman flugvélamódel og hirða um hamstra. Bestu vinir mínir heita Eyþór Örn og Jón Davíð. Við förum stundum í Bláa lónið og syndum. - Ég ætla að verða tannlæknir í fram- tíðinni - og græða peninga - eða raf- virki.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.