Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1988, Blaðsíða 29

Æskan - 01.02.1988, Blaðsíða 29
!■ Hvemig cr að eiga heima í Keflavík? Sesselja Ómarsdóttir B ára: Það er alveg frábært. Ég hef átt heima hér og í Garði til skiptis, tvisv- ar sinnum á hvorum stað. Pabbi minn er úr Garði en mamma frá Keflavík. Ég kann vel við krakkana hérna. Íþróttalífið er gott. Ég æfi sund fimm sinnum í viku. Það er mikill áhugi á sundi hérna. Eyþór ðrn Haraldsson 13 ára: Ég hef átt hér heima í 6-7 ár og kann vel við mig. Félagsstarfið í skólanum er mjög gott. Ég fer oft í fótbolta og körfubolta með félögunum og svo þykir mér gaman að fara í kvik- myndahús. Ferðalög eru líka eitt af aðaláhugamálum mínum. - Eftirlæt- is-námsgreinin m£n er stærðfræði en stafsetningin er leiðinlegust. *SKANi Helgi Birkir Þórisson 12 ára: Ég hef átt heima hér frá fæðingu. Ég á marga vini og æfi knattspyrnu, körfubolta, handbolta og golf á sumr- in. Nei, ég á enga kærustu. Ég var hins vegar í hálft ár með stelpu þegar ég var í 5. bekk. Það eru margir krakkar á mínum aldri á föstu. Kennararnir í skólanum eru mjög góðir. Sigríður Jenný Svansd.13 ára: Það er alveg ágætt að eiga heima í Keflavík. Ég á marga vini af báðum kynjum. Ég hef átt hér heima mest- alla ævi. Ég átti heima í Flórída í Bandaríkjunum í þrjú ár og fluttist aftur hingað í haust. Jú, það var dá- lítið erfitt að hefja aftur nám í ís- lenskum skóla eftir að hafa misst úr þrjá bekki. - Áhugamál mín eru tón- list, lestur unglingabóka og kvik- myndir. Laeila Jensen 13 ára: Ég hef átt hérna heima alla tíð og kann mjög vel við mig. Félagslífið er ágætt í skólanum og gott og fjölbreytt íþróttalíf. Helstu áhugamál mín eru hestar, sætir strákar, skíðaferðir - og svo syndi ég oft. Ég fer í opið hús, diskótek og aðrar skemmtanir í skól- anum. Trausti Freyr Reynisson B ára: Ég er einn af mörgum sem hafa dval- ist hér alla ævi. Þetta er mátulega stór bær og Holtaskóli er góður. Áhuga- mál mín eru að vera á hjólabretti, setja saman flugvélamódel og hirða um hamstra. Bestu vinir mínir heita Eyþór Örn og Jón Davíð. Við förum stundum í Bláa lónið og syndum. - Ég ætla að verða tannlæknir í fram- tíðinni - og græða peninga - eða raf- virki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.