Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1988, Page 30

Æskan - 01.02.1988, Page 30
Hundrað prósent pottþétt! Framhaldssaga eftir Guðberg Aðalsteinsson Sagan hófst í 1. tbl. 1988. Söguhetjan, Lárus Ingóljsson (átta og hálfs árs, grannvaxinn með burstaklippt, rauð- leitt hár og stór, spyijandi augu) hajði Jarið með Dodda vini sínum út á klappir að veiða. Hann ráðlagði Dodda að beita Makkintoss-konjekti - og það hreij: Doddi veiddi helmingi stærri ujsa en þeir höjðu áður Jengið! Þetta kvöld átti að baða Lárus upp úr stóra þvottabalanum. Honum Jannst sú athójn Jyrir neðan virðingu sína og settist út í skúr. En hann var orðinn þreyttur og sojnaði. . . Hann vaknaði við mannamál fyrir utan skúrinn. Honum var hrollkalt, tennurn- ar glömruðu uppi í honum. - Lárus! Hvar ertu? Þetta var rödd pabba hans. Hún var áhyggjufull. Lárus ætlaði að stökkva á fætur og hlaupa út úr skúrnum en hætti við á síðustu stundu. Hvað er klukkan eiginlega orðin fyrst pabbi er kominn í land? spurði hann sjálfan sig. Einhver opnaði skúrdyrnar og Lárus flýtti sér að loka augunum, þóttist sofa. - Nei, sko. Allir kettir eru svartir í myrkri. Lárus þekkti rödd Kidda kokks, skipsfélaga pabba hans. Kiddi hló lágt. - Ingi, komdu hingað, sagði hann. Ég er búinn að fmna strákinn, hann bara steinsefur hérna ofan á kartöflupoka, óþekktarormurinn sá arna. Eftir stutta stund kom pabbi Lárusar inn í verkafæraskúrinn. Lárus klemmdi aftur augun, bjóst við hinni verstu refs- ingu en honum til furðu hló pabbi hans með Kidda. - Hann verður einhvern tímann góð- ur, strákurinn, sagði hann, beygði sig niður að Lárusi og tók hann í fangið. Hann lyktaði af tóbaki og nýslegnum fiski. Lárusi þótti vissara að hafa augun lokuð áfram svona til vonar og vara. Kiddi kokkur kvaddi og pabbi Lárusar bar hann í fanginu inn í húsið. - Guði sé lof, sagði mamma hans. Ég var orðin hrædd um að hann hefði dottið í sjóinn. Hún tók við Lárusi úr fangi föður hans og tóbaks- og fisklyktin vék fyrir lyktinni af flatkökum, pylsum og ræsti- dufti. Samviskan tók að angra Lárus. Hann fann hvað honum þótti vænt um þau öll, meira a segja Brand líka og þá var nú mikið sagt. Hann ætlaði að fara að opna augun þegar hann áttaði sig á að honum var nú sýnd ósköp lítil virðing, bara haldið á honum eins og einhverju pela- barni. Og um þetta hugsaði Lárus Ingólfsson Hannessonar fram og til baka þar til hann sofnaði í annað sinn þetta kvöld. En í þetta sinn hvíldi hann ekki lúin bein á hörðum kartöflupoka heldur í mjúkum, dúandi faðmi móður sinnar. 2. kafli. Tryggur gamh var hundur. En hann var enginn venjulegur hund- ur. Sumir sögðu að hann hefði mannsvit. Hann var gamall hundur og Lárus undr- aðist að hann skyldi ekki fyrir löngu vera orðinn bónsköllóttur eins og hárin fuku ört af honum. Hann var orðinn sjóndap' ur og gigtin var hann hfandi að drepa> rétt eins og afa Lárusar. Lárus vissi að afi hans tók hressilega í nefið til þess að slæva sársaukann en hvað Tryggur gerði í málinu hafði hann ekki hugmynd um- Tryggur gamh tölti heimspekilegur a svipinn á eftir Lárusi niður eftir götunni- Diddi var í garðinum heima hjá sér að leika við strák sem Lárus þekkti ekki og þegar þeir Tryggur komu inn í garðinn fór ókunni strákurinn strax að benda a Trygg og hlæja. - Ha, ha, hí, hí. Sjá þennan hund> sagði hann. Ægilega er hann hann hrör- legur og ljótur. Ég er hissa á að þú skulir ekki ýta honum á undan þér í hjólastól- Tryggur gamli dillaði rófunni eins og hann var vanur þegar hann hitti ókunn-

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.