Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1988, Síða 32

Æskan - 01.02.1988, Síða 32
í jólablaði Æskunnar birtist ágætt ljóð eftir 12 ára akureyrska stúlku, Kristjönu Nönnu Jónsdóttur. Hér birtum við annað ljóð eftir hana og er það engu síðra. Það nefnist Einmana. Við færum Kristjönu Nönnu bestu þakkir fyrir og hvetjum hana til að halda áfram á sömu braut. Sumarið er komið. Börnin komin á kreik. Lítil stúlka með ljósa lokka stend- ur á götunni. Hvers vegna leikur hún sér ekki með öðrum börnum? Hvers vegna stendur hún þarna ein? Hvers vegna er hún ekki með for- eldrum sínum? Hún er einmana. Það eru margir einmana í þessum heimi. ■Skotnar í- Patrick Swayze Við erum hér tvær stelpur úr Hlíð- unum. Við erum nýbúnar að sjá myndina í djörfum dansi (Dirty Dancing) og erum orðnar ofsalega skotnar í aðalleikaranum, Patrick Swayze. Okkur langar afskaplega mikið til að vita eitthvað meira um hann og helst að fá heimilisfangið hans h'ka. Getur þú eitthvað hjálpað okkur? Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. Tvcer úr Hlíðunum. Svar: Við höfum reynt að afla upp- lýsinga um Patrick en því miður ekki haft árangur sem erfiði. Ekki er samt öll nótt úti enn! Bréfið ykk- ar er hér birt í von um að einhver geti hjálpað okkur um upplýsingar. Við munum birta þcer um hœl. -Kveðja frá- Meskaupstað Halló! Mig langar til að senda Pálínu, Döggu, Guðrúnu Evu, Maríu og Gunnu Völlu æðislegar afmæliskveðj- ur - en þær eiga afmæli í janúar. Alhr sem þekkja mig fá afganginn. Bless, bless. Steinunn, Neskaupstað Sést það á strákunum? Hvernig veit maður hvenær strákar eru hrifnir af manni? Sést það á þeim? Svaraðu mér, kæri Æskupóst- ur, því að ég er að deyja úr forvitni. Ein sem er að velta þessu fýrir sér. Svar: Það er svo ótal margt sem kemur til greina. Sumir strákar horfa mikið á stelpur sem þeir eru skotnir í og þá einkum þegar þœr sjá ekki til. Aðrir strákar, jafnvel þeir sömu, þora alls ekki að tala við draumadísina sína. Enn aðrir gefa sig oft á tal við „hina einu sönnu“ til að láta Ijós sitt skína. Svo má að síðustu nefna þá stráka sem vilja helst stríða stelpum sem þeir eru hrifnir af - ef til vill vegna þess að þeir eru taugaóstyrkir í návist þeirra og vita hreinlega ekki hvem- ig þeir eiga að vera. Af þessum hugleiðingum sérðu að það er síður en svo auðvelt að sjá það á strákum hvort þeir eru hrifnir af stelpum. Þó er freistandi að draga þá ályktun að þegar þeir gefa sig oft á tal við ákveðna stelpu sé það vísbending um að þeir kunni vel við hana og séu ef til vill skotnir í henni. Ekki er samt hœgt að full- yrða það því að margir strákar eiga margar stelpur að vinum. Ef strák- ar eru rceðnir og umfram allt vin- samlegir við stelpur eykur það vissulega líkumar á því að góð vin- átta takist - en svo verður tíminn að leiða í Ijós hvort þau fella hugi sam- an. Það þarf tvo til! —Alveg ólýsanlegar—■ draumadísir Kæra Æska! Draumaprinsessan mín á heima í Stykkishólmi. Hún ct dökkhærð, meðalstór og alltaf vel til fara. Hún er opinská og skemmtileg- Ég er svo skotinn í henni að ég held að ég lifi ekki af veturinn. Ónefndur Hólmari. Draumastelpan mín er svo falleg að hún er ólýsanleg. Hún á heima á ísa- firði og er í 6. bekk. Ég segi ekki hvað hún heitir. Hún veit ekki að ég er skotinn í henni og vinir mínir mega ekki heldur vita það. Þess vegna skrifa ég undir dulnefni. Þessi stelpa er mikið í íþróttum og er vin- sæl bæði hjá strákum og stelpum. Ég gæti borgað margar mihjónir, bara ef hún vhdi verða konan mín! 1x2. / " Mig langar til að lýsa draumaprins- essunni minni. Hún á heima á Sei- tjarnarnesi. Hún er ekki gömul en mjög vinaleg. Alltaf þegar hún sér mig kemur hún gangandi til mín og lætur vel að mér. Okkur þykir mjög vænt hvoru um annað. Hún sleikif mig stundum í framan. Draumaprin- sessan mín heitir Snælda og er elsku- legasta kisa í heimi! Jón. —Páfagaukurinn Jói—■ Kæra Æska. Mig langar til að segja ykkur dálít- ið frá sjálfri mér og fjölskyldu minni- Ég á tvo bræður og eina systur- Bræður mínir heita Baldur og Har- aldur. Systir mín heitir Heiða Lára og er 11 ára. Við eigum páfagauk se® heitir Jói og hann getur talað. Gallinn er bara sá að hann bullar heldur mik' ið. Bless, bless. Þóra Lárusdóttir, Fomhaga 8, Reykjavík. 32 æskah

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.