Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1988, Qupperneq 34

Æskan - 01.02.1988, Qupperneq 34
Rithöfundakynning: Stefán Jónsson Steján Jónsson (1905-1966) Jæddist að Háajelli í Hvítársíðu í Borgarjirði. Hann gerðist kennari við Austurbæjar- skólann að loknu kennarapróji 1933 og starjaði þar alla ævi. Steján vann til verðlauna í smá- sagnakeppni Eimreiðarinnar 1933 og í Jyrstu bók hans voru smásögur Jyrir Jullorðna. Hún nejndist Konan á klett- inum (útg. 1936) - og dró najn aj verð- launasögunni. Hann sneri sérsíðan að Ijóðagerð Jyrir börn. Ljóðakverið Sagan aj Gutta og sjö önnur Ijóð kom út 1939 og Hjónin á Hoji 1940. Fyrsta barna- saga hans var gejin út 1941 og heitir Vinir vorsins. Steján var ástsæll hójundur sagna og Ijóða Jyrir börn og unglinga. Hann gaj út 12 skáldsögur ætlaðar þeim, tvö smásagnasöfn og nokkrar litlar Ijóða- bækur. Það er við hæji að Jjalla um verk hans og birta sýnishorn í tveimur tölublöðum. Að þessu sinni tökum við Ijóðinjyrir. EJlaust þekkið þið öll einhver barna- Ijóð Stejáns, til að mynda Söguna aj Gutta, Aravísur og Óla skans. Hann ortí Jlest Ijóðin við alþekkt sönglög, - við önnur haja verið gerð skemmtileg lög - og mörg þeirra er að Jinna á hljómplötum. Þið munið kannski að Bessi Bjarnason leikari hejur sungið um Gutta, rausnarkonuna Rönku og Jleiri og Björgvin Gíslason (sonur Gísla Rúnars og Eddu Björgvinsdóttur leik- ara) hejur líka Jlutt Guttavísur einkar skemmtílega. Ljóð Stejáns eru vel kveðin, leikandi létt og lipur til lesturs og söngs. Glettni og gamansemi einkennir þau en boð- skap kemur hann ojt til skila íjáum orðum. Steján snertir að sjáljsögðu einnig viðkvæma strengi. Til dæmis um hvort tveggja má taka Ijóðið um „tójramanninn": Átta ára ojurhuginn Sveinn er stundum kóngur í hugar- heimi sínum og hejur vald áJlestu - en þykir öruggara að verða ajtur litli drengurinn hennar mömmu sinnar og hans pabba þegar kvöldar með kol- dimmu húmi: Úr einum ham í annan Jer og er það léttur kross. Til skiptis kind og kýr hann er og kóngur, bíll og hross. Á kvöldin þegar sól er sest og svejninn ræður einn þá virðist honum vera best að verða afturSveinn. Þá andar hann laust og létt og rótt og leikur roði um kinn, en mamma kemur kannski hljótt og kyssir drenginn sinn. Stejáni var létt um að yrkja. Ljóðin eru á eðlilegu, mæltu máli og auðskilj- anleg. Yrkisejni eru úr daglegu liji í sveit og borg, um leiki barna og aj skoplegum atvikum. Þess má geta að ritsajn Stejáns var endurútgejið í Jyrra. (ísajoldarprent- smiðja) Auk Sögunnar ajGutta og Hjónanna á Hoji haja komið út Ijóðakverin: Það er gaman að syngja; Þijú ævintýri (endursögn úr norsku); En hvað það var skrýtið (ejtir enskum barnavísum) og Lítil bók um dýrin. Kvæði um kálf Lag: Frjálst er í fjallasal. Loks var nær ljósinu leiddur úr fjósinu Grettir, sá glaðlyndi kálfur. Eins og þið sjáið sjálf, sagan er bara hálf, halann sinn hóf ann upp sjálfur. Stundarkorn stóð hann kyrr, starði út um fjóssins dyr, kálfshjartað kroppinn hans hristi, uns hann sig átta fór. Ógn var nú jörðin stór! Sjálfstjórn að síðustu missti. Grettir sig gretti og hló, greyið var kálfur þó, þess vegna á gætni svo gleyminn. Hóf sig nú hátt og létt hann yfir fjóssins stétt, hentist svo beint út í heiminn. Húrra! og hjartans þökk! hugsaði; síðan stökk hann. Það var leitt mjög að heyr’ ufl1, Kominn var kálfurinn á kaf niðr’í fjóshauginn. sokkinn með öllu upp að eyrum. Öll börnin örguðu og Gretti björguðu. Slíkt eru fagnaðarfréttir. Svona er sagan öll, svo hljóp hann út um völl. Glaðlyndur kálfur var Grettir. 34 ÆSKAH

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.