Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1988, Page 36

Æskan - 01.02.1988, Page 36
Þessi grein um „tækniundrið“ sjónuarp birtist í 1.-2. tbl. Æskunnar 1942, 24 ár- um áður en íslenska Ríkissjónvarpið hój göngu sína. Hún „er ejtir hugvits- manninn Baird, sjáljan höjund þess,“ eins og sagt var í upphajsorðum. Sjónvarpinu, einhverju undursamlegasta tæki sem menn hafa fundið upp, verður best lýst með því að líkja því við loft- skeytatæki eða útvarpstæki. Þegar menn fundu upp loftskeytatækin gerðu þeir sér furðulegt heyrnartól, „rafmagnseyrað“, og með því heyra þeir um heim allan. Með sjónvarpinu hafa þeir eignast það sem áður var aðeins til í ævintýrum, auga sem sér í gegnum holt og hæðir, „rafmagnsauga“ sem greinir það sem gerist handan við höf og fjöll. Þegar útvarpað er í venjulegri útvarps- stöð stendur sá sem tala á eða syngja í útvarpið framan við áhald sem nefnt er hljóðnemi. Þetta tæki, hljóðneminn, breytir hljóðöldunum síkviku, sem myndast í loftinu við rödd mannsins, í rafbylgjur og þær breytast sífellt eftir magni og eðli raddarinnar og styrk. Þess- ar raföldur, sem vakna í hljóðnemanum, hafa áhrif á raföldur útvarpsstöðvarinnar og þær orka síðan á viðtækið heima hjá þér. Hátalarinn eða gjallarhornið breytir svo raföldunum aftur í hljóðöldur. En hvernig er þá unnt að láta mynd eða sýnilegan atburð hafa áhrif á raföld- ur? Þar kemur til sögunnar furðulegt áhald sem kallað er ljósnemi. Þú hefur sjálfsagt heyrt getið um örsmáar agnir sem nefndar eru rafeindir, margfalt smærri en efniseindirnar enda er grúi af rafeindum í hverri efniseind. Þegar raf- eindirnar taka að hreyfast og streyma all- ar í sömu átt er þetta nefnt rafstraumur. Þegar birta fellur á ákveðin efni kemst kvik á rafeindirnar á yfirborði þeirra og þessi rafstraumur er breytilegur að styrk eftir magni birtunnar. Ljósneminn er gerður úr einu þessara ljósnæmu efna. Hann er settur í stað hljóðnemans og ljósgeisla er sveiflað leifturhratt fram og aftur um myndina eða hvað það nú er sem útvarpa skal og endurvarp ljósgeislans fellur síðan á ljósnemann. Þessi endurvarpaða birta eða ljós verður auðvitað mismunandi eft- ir lögun, lit og birtumagni hlutar þess sem varpar henni frá sér og þess vegna veldur hún mismunandi styrkleika í raf- straumnum sem vaknar í ljósnemanum, alveg á sinn hátt eins og hljóðöldurnar gera í hljóðnemanum. Þessi breytilegi rafstraumur er látinn orka á rafbylgjurn- ar sem sendar eru út frá loftneti útvarps- stöðvarinnar en þær falla aftur á loftnetið sem tengt er við viðtækið heima hjá þér. En hvað setjum við svo í samband við viðtækið í staðinn fyrir gjallarhornið til þess að breyta þessum mismunandi raf- bylgjum í ljós? Það er sjónvarpsviðtækið sem svo er nefnt. í einföldustu gerðum þessara tækja, sem notaðar voru á fyrstu árum sjón- varpsins, voru aðalhlutarnir kringlótt málmplata, neonlampi og lítill rafmótor. Á málmplötunni voru þrjátíu göt sem raðað var í gormlínu. Bak við hana var neonlampanum komið fyrir, en hann er raflampi af sérstakri gerð, og var hann tengdur viðeigandi útvarpsviðtæki. Mót- orinn var nú látinn snúa plötunni 750 snúninga á mínútu og ef viðtækið var rétt stillt inn á bylgjulengd sendistöðvar- innar mátti sjá það sem sjónvarpað var gegnum götin á plötunni þegar hún sner- ist. Þessi einfalda tegund sjónvarpsvið- tækja er nú úrelt og önnur miklu full- komnari komin í staðinn en þau eru flóknari en svo að hér verði lagt út í að lýsa þeim. Sá galli er þó enn á sjónvarpi að það dregur stutt. Það sem útvarpað er sést aðeins stutta leið hve góð sem tækin eru. Reynt er að bæta úr þessu með end- urvarpsstöðvum sem skila bylgjunum hver til annarrar. Þegar ég glímdi við fyrstu tilraunir mínar við sjónvarpið fyrir mörgum árum veitti ég athygli hljóðinu sem stafaði frá myndunum ef gjallarhorn eða hátalari var látinn taka við raföldunum í staðinn fyrir sjónvarpsviðtæki. Ég komst að raun um það að tónninn var breytilegur eftir því hvaða hlutur var settur framan við ljósnemann. Hljóðið frá hendi t.d. vaf hvellt og hreint en mannsrödd var mýkri og allt annars eðlis. Er skemmst frá að segja að eftir nokkra æfingu gat ég greint á milli ýmissa hluta eftir einkennum hljóðsins sem „myndir“ þeirra gáfu frá sér. Það var því eðlilegt að mér dytti næst í hug að það ætti að vera kleift að taka mynd á grammófónplötu. Ég reyndi þetta, setti hljóð myndanna á grammófónplötu og komst meira að segja að raun um að með því að leika síðan plötuna gat ég aftur breytt hljóðinu í mynd! Mér hafði tekist að búa til fyrstu grammófónplötuna sem gerð hefur verið með mynd af lifandi veru. Við þessar fyrstu tilraunir mínar með sjónvarpið virtist mér nauðsynlegt að nota afarsterkt Ijós til þess að geta sent út nægilega skýrar myndir. Þetta olli margvíslegum erfíðleikum og þess vegna datt mér í hug að sleppa mætti við að beita ljósöldunum en nota í stað þeirra sams konar ósýnilegar öldur. Við vitum að þær eru til í htbandinu því að ljós- neminn sér þær eða geisla þótt þeir séu ósýnilegir mannsauganu. Ég komst líka að raun um að unnt var að senda út mynd af hlut þótt hann væri í algeru myrkri með því að nota löngu, útrauðu ljósöldurnar. Með öðrum orðum: Ég hafði fundið aðferð til þess að sjá í gegn- um heilan vegg inn í koldimmt herbergi! Við erum nú komin svo langt að tekist hefur að útvarpa um víða veröld fyrir tvð af skilningarvitum okkar, sjón og heyrn- En nú eru skilningarvitin einu tækin sem við höfum til þess að verða þess vís hvað gerist umhverfis okkur. En hugsum okkur að við finnum ráð til þess að út- varpa fyrir hin þrjú skilningarvitin, ilm- an, smekk og tilfinningu, þegar fram líða stundir. Þá hefur okkur að fullu og öllu tekist að útvarpa okkur sjálfum út um víða veröld, og hreyfum okkur þó ekki úr stólnum! Hvar taka annars enda þau undur sem okkur 20. aldar mönnum ef veitt að sjá ef vísindin halda áfram afrek- um sínum á sviði uppgötvana framvegis eins og að undanförnu? - æskan

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.