Æskan - 01.02.1988, Síða 42
^ Jsr
.
unglingavandamali
bókmenntarannsóknum
Nokkur kom úr skólablaðinu Stakki
Blaðaklúbburinn í Holtaskóla hefur
lengi gefið út skólablaðið Stakk. Hér eru
nokkur gullkorn úr eldri blöðum:
Tapað - fundið
Fyrir stuttu síðan tapaði ég 14 kg af Pin-
otex-andlitsfarða, 66 dósum af rass-
kinnalit og 10 dósum af ælubrúnum
kinnalit. Ýmislegt fleira tapaðist úr
rækjurauða „stresspokanum“ mínum.
Madam Bella.
Úr viðtali við Þorgeir Ástvaldsson 1980
- en þá var hann stjórnandi tónlistar-
þáttarins Skonrok(k)s í sjónvarpinu og
stjórnaði syrpuþætti á Rás 1 (tveim ár-
um áður en Rás 2 hóf útsendingar):
Stakkur: Hvað fínnst þér um hið svo-
kallaða „unglingavandamáP' ?
Þorgeir: Þetta er orð sem hefur verið
búið til að óþörfu. Unglingavandamál er
orð yfir vandamál okkar allra, ekki síst
þeirra fullorðnu.
Stakkur: Hvað fmnst þér um diskó-
tónlistina?
Þorgeir: Diskótónlist er ákveðin teg-
und af dansmúsík sem er ekki síður fyrir
fætur en eyru. Hún á rétt á sér en er
varla þroskandi fyrir hugann. Hún getur
verið skemmtileg en líka drepleiðinleg.
Um samskipti kennara og nemenda:
Óður kennari rak ólátabelg út,
annar var tekinn og bundinn í hnút.
421
Hann hækkaði raust og fjandinn var
laus,
barði næst einn svo að brotnaði haus.
Elli Grétars 9-A^ , (
Úr harðorðri grein frá nemanda:
„Diskóhatarar hafa náð völdum í
skólablaðinu Stakki og níða með réttu
þessa óæðri tónlist niður. Einn ritaði í
blaðið nýlega og sagði að unnendur disk-
ós væru ekki heilir heilsu. Þó að ég sé að
nokkru leyti sammála greinarhöfundi
finnst mér að hann hefði ekki þurft að
vera svona grimmur í grein sinni gagn-
vart afvegaleiddum sálum eins og raun
var heldur ætti hann miklu frekar að vísa
þeim veginn hægt og gætilega til æðri
tónhstar (rokk, reggí, pönk, blús og
djass). .
Hr. Jón Ásgeirs.
Eftirfarandi bréf barst til póstsins:
Kæri Póstur.
Ég er stelpa í 9. bekk og þarf að fá ráð
við vanda mínum. Þannig er mál með
vexti að ég er alveg ofsalega hrifin af
strák í 6. bekk. En þar sem ég er í 9.
bekk get ég ekki byrjað á föstu á með
honum. Hvað á ég að gera?
Ein í ástarvandræðum
Svar: Þú ættir að slaka vel á í náminu svo
að þú fallir á samræmdu prófunum.
Þetta getur þú svo endurtekið tvisvar -
eða þar til þú ert komin í sama bekk og
draumaprinsinn. Þá fyrst ættuð þið að
geta byrjað saman!
. . . Hafið þið heyrt um manninn sem
hraut svo hátt að hann vakti sjálfan sig
hvað eftir annað?
Hann er búinn að kippa þessu í laS
núna. Hann er farinn að sofa í herberg-
inu við hliðina.
Bókmenntarannsóknir
Dæmigerðar setningar úr bókum:
Hetjusaga:
Sean Shootboy mundaði tveggi3
hlaupa Colt skammbyssuna að Johnny
Carson lögreglustjóra Death Place bæjaf-
ins í Wirginíufylki. Svitinn draup af enm
þeirra. Sljó augu bæjarbúa fylgdust með
þeim. Skotin kváðu við og á einu andar-
taki féll sá maður til jarðar sem eltur
hafði verið um villta vestrið í 10 ár. Sean
Shootboy var dauður. . .
Ástarsaga:
Hún vissi að hann var bara að blekkja
hana en henni var sama. Hún hugsaði
um kossþrungnar varir hans, dimmbláu
augun og ljóst hrokkið hárið. Hún
minntist síðasta sumars þegar þau sátu á
enginu fyrir framan mylluna. Hún
minntist þess er hann strauk henni um
hárið og sagði: „Elskan mín“.
Barnahrollvekja:
Blökkumaðurinn Utumbali fann
hvernig stálfingur apamannsins brutu
alla hálshði hans. Lífið fjaraði úr negran-
um. Búkurinn féll máttlaus niður á jörð-
ina. Tarsan steig upp á maga fórnardýrs'
ins og gaf frá sér hið ógurlega siguröskur
Utumbay ættbálksins. . .
Njósnasaga:
Ég varð var við hann fyrir aftan mig-
Allt í einu kvað við skothvellur og ég
fann sáran sársauka í síðunni. Síðan ráf'
aði ég út á götuna og skyndilega varð all£
svart. . .
Úr viðtali við Vigdísi Finnbogadótt-
ur, Forseta íslands:
„. . . Það leiðinlegasta sem til er 1
heiminum er að láta sér leiðast. Svo að
unghngavandamál er líklega það að ung'
lingarnir þurfa að drepa tímann. Á míU'
um aldri er fólk í kapphlaupi við tímann-
Það þarf að finna einhverja leið til þesS
að lífga tímann en ekki að drepa hanm
Svo að maður leiki sér að orðum.“
fÆSKAH